Sofðu eins og engill á almennu farrými

Almennt farrými getur verið mjög notalegt.
Almennt farrými getur verið mjög notalegt. Mynd/ThomasCookAirlines

Flugfélagið Thomas Cook býður upp á svefnröð í lengri flugum þar sem heilli sætaröð er breytt í rúm. Hversu notalegt er að geta teygt úr sér, sofnað eða legið og horft á bíómynd í einrúmi? Eins og gefur að skilja er sætaröðin töluvert dýrari en stakt sæti en að sama skapi ódýrari en viðskiptafarrými.

Svefnraðirnar eru töluvert dýrari en almenn sæti.
Svefnraðirnar eru töluvert dýrari en almenn sæti. Ljósmynd/ThomasCookAirlines

Að sögn Henry Sunley, markaðs- og auglýsingastjóra flugfélagsins, er félagið sífellt að leita að nýjum tækifærum sem farþegar njóta góðs af og hann sé mjög stoltur af þessari nýjung.

airlinestaffrates

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert