Dýpsta sundlaug í heimi

Vatnsmagnið sem þarf í laugina er 27 sinnum meira en …
Vatnsmagnið sem þarf í laugina er 27 sinnum meira en það sem þarf í hefðbundna 25 metra laug. Mynd/DeepsporFacebook

Framkvæmdir eru núna á lokametrunum en sundlaugin verður heilir 45 metrar á dýpt og tekur við sem dýpsta sundlaug í heimi af 42 metra djúpu lauginni Y-40 The Deep Joy, sem staðsett er á Ítalíu.

Hér má sjá þverskurð af sundlauginni.
Hér má sjá þverskurð af sundlauginni. Mynd/DeepspotFacebook

Sundlaugin er langt frá því að vera hefðbundin laug því í henni er að finna hella og klettabrúnir sem eru til þess gerðar að þjálfa kafara, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir. Sundlaugin heldur titlinum þó ekki lengi því verið er að byggja laug í Bretlandi sem verður tæplega 50 metra löng. Hún mun opna árið 2020 og mun nýtast köfurum sem geimförum í sinni þjálfun.

Fyrir þá sem vilja ekki bleyta sig verður hægt að …
Fyrir þá sem vilja ekki bleyta sig verður hægt að skoða sundlaugina í þar til gerðum göngum. Mynd/Deepspot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert