Fyrir útivistaróða unglinginn

Unglingsárin eru einhver besti tíminn til að uppgötva kosti útivistar.
Unglingsárin eru einhver besti tíminn til að uppgötva kosti útivistar. Ljósmynd/Ellingsen

Hvort sem það er í skátaútilegu, á ferðalagi með vinum og ættingjum, eða á snjóbretti uppi í mjallhvítri brekku, þá er það ungviðinu gott veganesti út í lífið að hafa fengið að kynnast náttúrufegruð Íslands og því frelsi sem fylgir því að ferðast um holt og hæðir í góðum félagsskap. Hér eru nokkrar góðar gjafir handa unglingum til að hjálpa þeim að smitast af útivistarbakteríunni

Head Horizon FMR-speglagleraugu
Allir vita að hjálminn má ekki vanta í skíðabrekkunum. En rétt eins og það þarf að verja kollinn verður líka að verja augun. Góð skíða- og snjóbrettagleraugu eins og þessi frá Head koma í góðar þarfir þegar sólin endurkastast frá skjannahvítum snjónum og tryggja að unglingurinn sér vel í allar áttir.
Head Horizon FMR-speglagleraugu.
Head Horizon FMR-speglagleraugu. Mynd/Everest

Head Horizon FMR með blá/grænu gleri kosta 17.995 kr. hjá Everest.

Head-snjóbrettapakki

Varla er hægt að finna þann ungling sem ekki langar í töffaralegt snjóbretti. Bæði er gaman að bruna niður brekkurnar og fíflast með vinunum – jafnvel æfa nokkur stökk og kúnstir og setja síðan á YouTube. En snjóbrettið getur líka verið n.k. stofustáss í svefnherbergi unglingsins og er oft stillt upp á áberandi stað yfir snjólausu mánuðina.

Defiance Youth-bretti og Scout Pro Boa-brettaskór
Defiance Youth-bretti og Scout Pro Boa-brettaskór Ljósmynd/Everest

Everest selur þennan brettapakka sem inniheldur Defiance Youth-bretti, Scout Pro Boa-brettaskó, og NX One-bindingu á 67.188 kr. með 20% pakkafslætti.

Mammut-svefnpoki

Leitun er að gagnlegri fermingargjöf en svefnpoka. Upp úr fermingu má reikna með alls kyns skólaferðalögum þar sem svefnpokinn kemur í góðar þarfir, og bráðum á unglingurinn eftir að vilja taka stefnuna á tónlistarhátíð úti á landi.

Mjúkur Mammut svefnpoki.
Mjúkur Mammut svefnpoki. Ljósmynd/Everest

Mammut Nordic OTI er ágætis valkostur enda fjölhæfur þriggja árstíða svefnpoki. Hann kostar 13.995 kr. hjá Everest.

Duggarapeysa

Útilegufólk þarf hlýjan fatnað. Ellingsen duggarapeysan er íslensk framleiðsla gerð úr mjúkri merínó-ull, bæði kjörin til útivistar en hittir líka í mark hjá unglingnum sem vill tolla í tískunni enda þykja Ellingsen duggarapeysurnar hér um bil tímalaus klassík.

Klassíska duggarapeysan er til bæði fyrir stráka og stelpur í …
Klassíska duggarapeysan er til bæði fyrir stráka og stelpur í mörgum fallegum litum. Ljósmynd/Ellingsen

Duggarapeysan kostar 25.995 kr. hjá Ellingsen.

Taska frá North Face

Óhætt er að kalla töskurnar frá North Face fjölhæfar. Hægt er að halda á þeim eins og poka eða setja yfir axlirnar eins og bakpoka. Eins eru þær sterkbyggðar og verja innihaldið gegn veðri og vindum. M-stærðin er hentug fyrir bæði þriggja og fjögurra daga útilegur og líka sem taska undir íþróttafatnað og nesti yfir skólamánuðina.

Frábær poki frá The North Face sem kemur alltaf að …
Frábær poki frá The North Face sem kemur alltaf að góðum notum. Ljósmynd/Ellingsen

North Face Duffel M kostar 19.995 kr. hjá Ellingsen.

Coleman Kobuk Valley-tjald

Vandað tjald á eftir að gleðja unglinginn. Loksins getur hann fengið smá næði í útilegum með fjölskyldunni, og farið að undirbúa landkönnunarleiðangra með vinunum. Ágætis kostur er Coleman Kobuk Valley 2-tjaldið sem rúmar tvo og er einfalt í uppsetningu.

Gæðastundir í Coleman Kobuk Valley-tjaldi.
Gæðastundir í Coleman Kobuk Valley-tjaldi. Ljósmynd/Ellingsen

Ellingsen selur þetta tjald á 18.995 kr.

Silva-áttaviti

Leitun er að sígildari útivistargjöf en vönduðum áttavita. Er ágætt að unglingurinn læri það að ekki er alltaf hægt að treysta á að Google Maps vísi leiðina heim, en sá sem er með áttavita við höndina – og kann að nota hann – á eftir að komast þangað sem hann ætlar sér.

Silva áttaviti er nauðsynlegur í bakpokann.
Silva áttaviti er nauðsynlegur í bakpokann. Mynd/Útilíf

Silva-áttavitinn kostar 12.990 kr. hjá Útilífi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert