Óttinn við ísbirni eykur hraðann

Gleðin skín úr andlitum keppenda.
Gleðin skín úr andlitum keppenda. Ljósmynd/Svalbard Skimaraton

Fáir ferðamenn heimsækja eyjarnar sér til skemmtunar en öðru máli gegnir um vísindamenn sem margir vilja ólmir sækja svæðið heim og rannsaka. Svalbarði er þekktur í vísindaheiminum fyrir svokallaða Dómsdagshvelfingu en það er frægeymsla sem varðveitir um milljón plöntufræ frá öllum heimshornum sem hugsanlega eru í hættu, meðal annars vegna loftlagsbreytinga.

Fjöllin á Svalbarða eru heillandi.
Fjöllin á Svalbarða eru heillandi. Ljósmynd/Svalbards skimaraton

Ef þessar upplýsingar um svæðið kveikja ekki í þér, kæri lesandi, þá gæti skíðagöngukeppni á Svalbarða mögulega gert það. Í lok apríl er nefnilega komið að árlegu skíðagöngumaraþoni á stærstu eyjunni Spitsbergen. Keppt er í heilu og hálfi maraþoni og er keppnin opin einstaklingum frá 15 ára aldri. Litlar áhyggjur þarf að hafa af ísbjörnum af svæðinu, þó þeir myndu klárlega auka hraðann á keppendum létu þeir sjá sig, því vígbúnir verðir og þyrlur fylgjast vel með í kringum brautina. Skráningu í keppnina lýkur þann 25.apríl en allar frekari upplýsingar um keppnina má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert