Deplar Farm tilnefnt til CNT-verðlauna

Mikið hefur verið í lagt í hönnun á hótelinu.
Mikið hefur verið í lagt í hönnun á hótelinu. Ljósmynd/Gísli Kristinsson

Hótelið er rekið af bandaríska ferðaþjónustufyrirtækinu Eleven Experience sem staðsett er í Colorado. Fyrirtækið rekur jafnframt lúx­us­hót­el, íbúðir og skíðaskála á fram­andi áfanga­stöðum víða um heim, til að mynda í frönsku Ölpunum, Patagoníu í Chile og í Klettafjöllunum í Bandaríkjunum. Að sögn Hauks B. Sigmarssonar, framkvæmdastjóra Eleven Experience á Íslandi, er lagt upp með að þjónusta fyrirtækisins sé sniðin að þörfum viðskiptavina með tilheyrandi útbúnaði, þæg­ind­um og mögu­leik­um til afþrey­ing­ar og æv­in­týra. ,,Eleven Experience legg­ur áherslu á sér­sniðna upp­lif­un gesta sinna, nátt­úru­vernd og góða nýt­ingu á nátt­úru­auðlind­um.”

Á hótelinu er boðið upp á jóga og spa.
Á hótelinu er boðið upp á jóga og spa. Ljósmynd/Eleven Experience

Ferðaþjónustunni á hótelinu er skipt niður í tvö tímabil, á veturna er boðið upp á allt sem tengt er skíðaíþróttinni en á sumrin er boðið upp á veiði, kajak, hestaferðir, fjallahjól og fleira. Gestir geta því flestallir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Yfir vetrartímann er boðið upp á þyrluskíðaferðir frá hótelinu.
Yfir vetrartímann er boðið upp á þyrluskíðaferðir frá hótelinu. Ljósmynd/Fenlon Photography Co.

Haukur segist þakklátur fyrir viðbrögðin sem hótelið hefur fengið frá alþjóðlegum gestum eða virtum ferðatímaritum og sé því tilnefning frá Conde Nast Traveler rós í hnappagatið. ,,Við lítum jafnframt svo á að þetta sé staðfesting á þeirri hugsjón sem fyrirtæki okkar starfar eftir. Markmið okkar er að gestir okkar upplifa alltaf sinn besta dag óháð hvar í heiminum þeir eru staddir eða stödd.” Hægt er taka þátt í kosningunni á vef ferðatímaritsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert