Erótísk bollakökunámskeið

Mary Lou er þekktur bakari í heimalandinu.
Mary Lou er þekktur bakari í heimalandinu. Ljósmynd/Eventbrite

Um er að ræða bollakökunámskeið þar sem áhersla er lögð á frumlega skreytingu í formi kynfæra karla og kvenna. Að sögn námskeiðshaldarans, Mary Lou, þurfa þátttakendur ekki að hafa nokkra reynslu af skreytingu en það sé þó kostur að hafa húmor og mikið hugmyndaflug.

Mary Lou segir mikilvægt að hafa húmor og hugmyndaflug á …
Mary Lou segir mikilvægt að hafa húmor og hugmyndaflug á námskeiðinu. Ljósmynd/Eventbrite

Sjálf er Mary Lou nokkuð þekkt í Bretlandi fyrir fagurlega skreyttar kökur sínar en námskeiðið kom til vegna spurnar eftir kynfærakökum. Hún hefur meðal annars bakað kökur fyrir Lady Gaga, Kylie Minogue og fyrirsætuna Cöru Delevigne.

Námskeiðið gæti verið kómískt krydd í ferðalaginu til London.
Námskeiðið gæti verið kómískt krydd í ferðalaginu til London. Ljósmynd/Eventbrite
mbl.is