Kokkaflakk í Chicago

Hluti af hópnum á bakvið Kokkaflakk saman komin. Frá vinstri: …
Hluti af hópnum á bakvið Kokkaflakk saman komin. Frá vinstri: Atli Arnarsson, hljóðmaður, Hannes Þór Arason, leikstjóri, Andri Haraldsson, kvikmyndatökumaður, Ólafur Örn, þáttastjórnandi, Ingi R. Sigurðsson ásamt Díönu, eiginkonu sinni, syni og hundi. Ljósmynd/Aðsend

„Mig hefur lengi langað að heimsækja, Chicago Illinois. Chicago er ein af stærstu borgum Bandaríkjanna,“ segir Ólafur Örn.  „Borgin er fræg fyrir fallegan og mikilfenglegan arkítektúr og skýjakljúfa. Enda var það þar sem fyrstu skýjakljúfar heimsins risu. Borgin stendur við Lake Michigan og er mikið líf við ströndina á sumrin, en götulífið í fjölbreytilegum hverfum borgarinnar er ekki síður líflegt. Chicago er sögufræg borg fyrir margra hluta sakir. Uppgangur mafíunnar á bannárunum setur svip á sögu borgarinnar og sjálfum finnst mér stórmerkileg sagan af fæðingu Chicago House tónlistarinnar og hvet þá sem heimsækja borgina að ganga um með house músik í eyrunum.

Í borginn býr matreiðslumaðurinn Ingi R. Sigurðsson ásamt fjölskyldu en hann vann lengi einum virtasta veitingastað heims, þriggja Michelin-stjörnu staðnum Alinea. „Í dag vinnur hann á stað í eigu sömu grúppu og Alinea sem heitir The Aviery. Sá staður er koktelbar og er nr. 19 á lista yfir bestu kokteilbari heimsins. Ingi er yfir þeim hluta barsins sem býri til nýja drykki. Við heimsóttum fjölskylduna hans í eitt af úthverfum borgarinnar þar sem hann býr með konunni sinni og tveimur börnum.“

Steingrímur Jón Þórðarson, kvikmyndatökumaður ásamt Hannesi Þór, leikstjóra, Atla Arnarssyni, …
Steingrímur Jón Þórðarson, kvikmyndatökumaður ásamt Hannesi Þór, leikstjóra, Atla Arnarssyni, hljóðmanni og viðmælandandum Inga R. Sigurðssyni í miðborg Chicago. Ljósmynd/Aðsend

Chicago er stórmerkileg borg þar sem mikið er hægt að skoða. „Byggingasagan er stórmerkileg og skýjakljúfarnir í gömlu borginni eru stórfenglegir. Í Chicago er líka eitt merkilegasta nútímalistasafn heims sem er vert að gefa sér góðan tíma í að skoða. Þar við hliðina á er Milennium park sem er gaman að spóka sig í. Navi Pier er stór bryggja sem er við strönd Lake Michigan og er gaman að skoða að kvöldi til og þaðan er hægt að fara í útsýnissiglingar um vatnið. Ég er búinn að horfa á svo mikið af bíómyndum um mafínuna að mér finnst mjög áhugaverð saga af uppgangi hennar í Chicago og það er hægt að finna skipulagðar ferðir um borgina á slóðir mafíunnar, sem ég fer pottþétt í næst.“

En hvar á maður að borða í borginni?

„Chicago er fjölmenningarborg. Þar eru ótal hverfi fólks af mismunandi uppruna. Þarna er Gríska hverfið og þar er góður grískur matur, Í víetnamska hverfinu er góður víetnamskur matur og þar mæli ég sérstaklega með Tank Noodle, sem er geggjaður staður. Í pólska hverfinu er góður póssku matur og svo framvegis. Allir sem koma til Chicago eiga að fá sér Chicago style hot dog, Pönnu pizzu og Italian beef samloku sem er dýft í nautasoð. Geggjað stöff!,“ segir Ólafur Örn.

Þátturinn sem framleiddur er af SKOT production verður sem fyrr segir sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans í kvöld en alla þáttaröðina má finna í Sjónvarpi Símans Premium.

mbl.is