París að hætti Berglindar

Berglind Pálsdóttir hefur unnið sem flugfreyja hjá Air France um …
Berglind Pálsdóttir hefur unnið sem flugfreyja hjá Air France um árabil. Ljósmynd/Aðsend

Hún býr núna í hinu fallega hverfi Montmartre og líkar vel við að eigin sögn. Meðfram störfum sínum hjá flugfélaginu Air France rekur Berglind tvö listagallerí og er nýkomin frá Hollywood þar sem hún setti upp sýningu í samstarfi við þarlent gallerí.

Berglind er sífellt á flakki á milli landa vegna vinnu og sér til skemmtunar en þegar hún er heima í París og vil gera vel við sig þá fer hún á sína eftirlætisveitingastaði Ebis og La Table d´Eugene. En hvert er svo hennar eftirlætis kaffihús? „Francis La Butte á rue Caulaincourt en sonur minn rekur staðinn.“

Hvert er eftirlætissafnið?

„Musée de Montmartre það er svo fallegur garður í kring þar sem maður getur komið með teppi, kampavín og legið í sólinni.“

Hvernig lítur draumadagur út í borginni?

„Þar fer eftir deginum. Ég ferðast mikið og helgarnar mínar eru oft í miðri viku. Fæ mér morgunmat með vinkonu minni à Coquelicot rue des Abbesses. Röltum svo frà Montmartre niður í Le Marais eða mýrina. Fàum okkur lunch à LouLou, æðislegur matur og eftir réttirnir ógleymanlegir. À tökum búðar rölt í àtt að Place des Voges. Fàum okkur is hjà Chacun ses Gouts sem er svo góður. Förum svo í drykk à Rósa Bonheur sem er à bát à Signu. Endum örugglega með þvi að panta okkur pizzu þar sem eru mjög góðar og dönsum fram eftir miðnætti. Þetta er að sjálfsögðu sumar dagur. Vetrar dagar eru allt öðruvísi,“ segir Berglind.

Berglind ásamt góðri vinkonu í París.
Berglind ásamt góðri vinkonu í París. Ljósmynd/Aðsend

Hvað er ómissandi að sjá í París?

„Canal St Martin, Place des Vosges, rölta um 5. og 6. hverfið og týnast í litlum götum. Marché aux Puces Clignancourt.“

Er eitthvað spennandi að gerast í borginni á næstunni?

„Það er alltaf fullt að sjà í söfnunum hérna. Mér finnst yndislegt à 21. júní þegar að það er la fete de la musique og  tónlist um alla borgina. Átta dögum seinna er Gay Pride sem er alltaf skemmtileg. en gangan fer um Parc des Buttes Chaumont. Daginn fyrir 14 juli eru svo slökkviliðsböll sem eru mjög skemmtileg. Svo eru fullt af útitónleikum fyrir alla er hægt að finna í allt sumar hérna í Paris.“

mbl.is