Karnivalfjör í Sitges með Sigga Gunnars

Siggi Gunnars í góðum félagsskap í Sitges.
Siggi Gunnars í góðum félagsskap í Sitges. Ljósmynd/Aðsend

„Í Sitges búa um 30.000 þúsund manns en fjöldinn margfaldast í hverri viku því hann er vinsæll ferðamannastaður árið um kring. Það sem kannski sker hann úr frá mörgum öðrum ferðamannstöðum á Spáni sem við Íslendingar þekkjum er að þrátt fyrir að þar sé fjöldatúrismi er bærinn ekki gegnsýrður af honum. Hann hefur náð að halda í sjarmann sinn og þar er ekki mikið um ósjarmerandi 70's steinkumbalda sem hýsa risahótel og bingósali. Enda á Sitges sér langa sögu, allt frá dögum Rómverja og setja fagrar gamlar byggingar svip sinn á gamla miðbæinn sem gaman er að þræða. Bærinn hefur margt af því sem borgir hafa upp á að bjóða í þjónustu en er um leið lítill og auðvelt að komast yfir,“ segir Sigurður.

Gamli bærinn í Sitges er afskaplega fallegur.
Gamli bærinn í Sitges er afskaplega fallegur. Ljósmynd/Aðsend

Sitges hefur verið þekkt fyrir mikið frjálslyndi frá því á sjöunda áratugnum og varð hann á dögum Franco miðpunktur frjálslyndis á Spáni. „Þar komu saman hópar fólks sem vildu lifa og haga lífi sínu á annan hátt en norm þess tíma sagði til um. Til dæmis hafa samkynhneigðir og annað hinsegin fólk lengi átt griðarstað í þessum bæ og er hinsegin senan í borginni mjög sterk,“ segir hann og bætir við að hann þekki bæinn mjög vel og hafi oft komið þangað á undanförnum árum. „Ég er meira að segja að fara í næstu ferð núna í júní til þess að hita upp fyrir ferðina í september. Ég varð ástfanginn af staðnum á fyrstu klukkutímunum mínum þar og mig langar að deila ást minni á þessum stað með öðrum og því varð úr að ég er að fara þessa ferð með Tripical.“

Á meðan á ferðinni stendur mun hátíðin Santa Tecla standa yfir í bænum. „Hún minnir kannski eilítið á þrettándann hér heima. Þá koma alls kyns kynjaverur út á göturnar og marsera við trumbuslátt og þjóðlega tónlist. Mikill eldur einkennir hátíðarhöldin og það rignir bókstaflega eldi á meðan aðalskrúðgangan fer um götur borgarinnar. Mikið sjónarspil. Svo munum við bara njóta sólarinnar saman, kynnast mögnuðu næturlífi bæjarins, góðum mat, víni og menningu. Það er eitthvað fyrir alla í Sitges,“ segir Sigurður.

Siggi Gunnars er með lífsglaðari mönnum.
Siggi Gunnars er með lífsglaðari mönnum. Ljósmynd/Aðsend

Gist á hinu glæsilega MiM-hóteli sem er í miðbænum við eina af fjölmörgum ströndum Sitges, en þær eru alls 17 talsins. „Á hótelinu sem er fjórar stjörnur er glæsilegur roof top bar með útsýni yfir allan bæinn og þar eru líka sólbekkir og sundlaug.” Ferðin verður farin 19. september og komið aftur heim 24. september. ,,Þessi ferð er tilvalin fyrir þá sem vilja lengja sumarið.“

Einungis er sæti fyrir 20 manns í ferðina og því um að gera að kynna sér ferðatilhögun hér sem fyrst. „Við ætlum líka að vera með kynningarfund fyrir ferðina fimmtudagskvöldið 24. maí í höfuðstöðvum Tripical og hvetjum alla áhugasama að kíkja við.“

mbl.is