Belgíski Eiffelturninn og Laeken

Atomium var byggt fyrir heismssýninguna 1958 og lítur út eins …
Atomium var byggt fyrir heismssýninguna 1958 og lítur út eins og frumeind járns. Ljósmynd/Aðsend

Gárungar líkja þessu knippi af stálkúlum jafnvel við Eiffelturninn í París. Dæmi hver fyrir sig. Færri þekkja þó söguna að baki Atomium og umhverfi þess. Belgía hefur haldið heimssýningar sex sinnum en aðalbygging stærsta sýningarsvæðis Belga, Palais des Expositions, stendur tignarleg efst á Laeken hæðinni og kallast skemmtilega á við Atomium. Í Laeken má einnig finna stóra almenningsgarða með viltum kanínum, konungshöllina með gróðurhúsin sín og gamla Heysel leikvanginn.

Palais des Expositions byggingin er skreytt með fjölda bronsstytta og …
Palais des Expositions byggingin er skreytt með fjölda bronsstytta og allar tákana þær ýmist flutningaleiðir eða atvinnugreinar sem lögðu grunn að efnhagvexti Belgíu. Ljósmynd/Aðsend

Palais des Expositions

Þegar Belgar héldu heimssýninguna 1935 var ákveðið að nota steypu til að byggja aðal sýningarhallirnar því síðast þegar Belgar héldu heimssýiningu, árið 1910, fór ekki betur en svo að stór hluti hennar brann til kaldra kola. Þannig var grunnurinn lagður að aðalbyggingunni, Palais des Expositions (Hall 5). Byggingin er skreytt með fjölda bronsstytta og allar tákana þær ýmist flutningaleiðir eða atvinnugreinar sem lögðu grunn að efnhagvexti Belgíu. Svo kaldhæðnislega vill til að þá var þema heimssýningarinnar Nýlendur og þetta ár fögnuðu Belgar 50 ára afmæli nýlendu sinnar Fríríkinu Kongó sem Leopold II belgíukonungur blóðmjólkaði í eigin þágu og Belgía naut góðs af á sama tíma.

32.Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin í Palais des Expositions áriði …
32.Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin í Palais des Expositions áriði 1987 eftir að Sandra Kim sigraði árið á undan með laginu „j‘aime la vie“ aðeins 13 ára gömul. Ljósmynd/Aðsend

Hér var haldin 32. Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva 1987 eftir að Sandra Kim sigraði árið á undan með laginu „j‘aime la vie“ aðeins 13 ára gömul. Keppnina í Brussel vann hinn írski Johnny Logan, í annað sinn, með laginu „Hold me now“. Framlag Íslendinga var „Hægt og hljótt“ sem Halla Margrét söng og landaði hinu margfræga 16. sæti.

Byggingunni var breytt fyrir heimssýninguna 1958 og tímabundin framhlið sett upp. Bogadregin framhlið með upplýstum bronsstjörnum og stórri dúfu fyrir miðju til að tákna frið, en yfirskrift þeirrar heimssýningarinnar var Friður.

Atomium

Atomium var byggt fyrir heismssýninguna 1958 og lítur út eins og frumeind járns, stækkuð 165 miljarð sinnum. Þetta átti að tákna tækniöldina auk þess að boðaog notkun tækni í friðsamlegum tilgangi. Atomium er í dag safn fyrir almenning um byggingu þess auk tímabundinna sýninga. Gestir fara á milli með rúllustiga í rörunum, eða með lyftu efst upp þar sem er veitingastaður og gott útsýni yfir borgina. Heimssýniningin 1958 var sú fyrsta eftir seinni heimstyrjöldina og átti að endurspegla frið meðal þátttökuríkjanna. Löndin kepptust við að sýna nýjustu tækni og uppgvötanir. Bandaríkin voru með yfirskriftina “the American way of life” þar sem sýnd voru litasjónvörp, boðið upp á ís og CocaCola. Nágranni þeirra voru Sovétríkin sem notuðu tækifærið til að sýna Sputnik geimfarið en þegar gengið var inn í sýningarskálann mætti gestum risavaxinn og drottnandi stytta af Lenin. Á sama tíma og heimssýningin átti að tákna frið meðal þjóða þá mátti skýrt finna vaxandi anda kaldastíðsins.

Annar, og jafnvel dekkri skuggi var þó á sýningunni. Fríríkið Kongó var þá enn nýlenda Belgíu og Belgar settu upp kongóskt “sýndarþorp”. Kongóbúar voru fluttir inn í þorpið og grindverk sett í kring eins og í dýragarði. Þetta sætti hörðum mótmælum sem leiddi til þess að sýningunni var lokað. Tveimur árum seinna varð Kongó sjálfstætt ríki.

Haysel leikvangurinn

King Baudouin leikvanginn þekkja fleiri undir nafninu Heysel en þar átti sér stað mikill sorgarviðburður árið 1985 þegar 39 létust og 600 særðust í úrslitaleik Evrópukeppninnar þar sem Juventus og Liverpool mættust. Átök brutust út á milli stuðninsmanna liðanna í einni stúkunni um klukkustund áður en blásið var til leiks. Stór hópur áhorfenda reyndi að flýja átökin, hörfuðu í átt að hliðarvegg stúkunnar og reyndu að komast yfir. Veggurinn þoldi ekki álagið og hluti hans hrundi. Flestir dóu vegna köfnunar eða hreinlega tróðust undir. Líkin voru borin út af leikvanginum á járngirðingum sem áttu að aðskilja stuðningsmennina. Leikurinn var engu að síður spilaður og Juventus vann 1-0. Enskir stuðningsmenn voru í kjölfarið settir í bann til 1990 og 14 stuðningsmenn Liverpool voru dæmdir sekir um manndráp. Ekki var þó hægt að skella skömminni einungis á Liverpool stuðningsmenn því eigendur leikvangsins höfðu áður fengið aðfinnslur fyrir lítið sem ekkert viðhald því farið var að molna úr veggjum á sumum stöðum. Öryggisgæsla og almennt skipulag á miðasölu til stuðningsmanna var töluvert ábótavant og stuðningsmenn liðanna voru ekki nægilega vel aðgreindir sem hratt þessari atburðarrás af stað. 

Mikill sorarviðburður átti sér stað á King Baudouin leikvanginum árið …
Mikill sorarviðburður átti sér stað á King Baudouin leikvanginum árið 1985 þegar Juventus og Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppninnar í fótbolta. Ljósmynd/Aðsend

Laeken er svo sannarlega meira en bara sýningarsvæði eða sjálfuvænir stálboltar, því hér er ekki enn farið að segja frá hringleikahúsinu í Ossegemgarðinum, Mini-Europe, Laeken kirkjugarðinum, Notre-Dame de Laeken kirkjunni, konungshöllinni, japanska turninum og kínverska safninu!

Þess má geta að Stella býður upp á leiðsögu­ferðir um borg­ina á ís­lensku, sænsku og ensku. Einnig má fylgj­ast með Stellu á In­sta­gram-síðu henn­ar; stell­arwalks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert