Langar þig að gista á Taco Bell hóteli?

Í ágúst mánuði mun Taco Bell opna hótel sem sannur …
Í ágúst mánuði mun Taco Bell opna hótel sem sannur aðdáandi lætur ekki framhjá sér fara. mbl.is/Taco Bell

Það eru alveg pottþétt nokkrir Taco Bell aðdáendur þarna úti sem verða að fá þessar fréttir beint í æð.

Taco Bell er afar vinsæll skyndibitastaður í Bandaríkjunum (sem og hér á landi) sem gengur oftar en ekki skrefinu lengra en margir aðrir. Þú getur ekki einungis borðað á staðnum því í Las Vegas þykir afar vinsælt að gifta sig á veitingastaðnum innan um mjúkar vefjur og stökkar nachos-flögur með ostasósu. Það er því ekki úr vegi en að opna eitt stykki hótel sem er upplagt fyrir hveitibrauðsdagana ef einhver rennir við í Vegas og lætur pússa sig saman.

Þann 9. ágúst mun pop-up hótel opna í Palm Springs, Kaliforníu. Hér mun allt snúast um vörumerkið Taco Bell, sama hvort þú pantir þér kokteil við sundlaugarbakkann eða gæðir þér á morgunverði. Talsmenn fyrirtækisins hafa sagt að hótelið muni vera lítríkt og skemmtilegt – fullt af uppákomum. Þar verður m.a. snyrtistofa sem mun bjóða upp á naglaskreytingar í anda Taco Bell svo eitthvað sé nefnt.

Aldurstakmark er 18 ára á hótelið og verður byrjað að taka við bókunum í júní nk.

mbl.is/Taco Bell
Vindsængur á borð við þessa „heitu sósu“ verður til sölu …
Vindsængur á borð við þessa „heitu sósu“ verður til sölu í minjabúð hótelsins. mbl.is/Taco Bell
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert