Mjúkir svefnsófar bíða bíógesta

Mjúkir svefnsófar með stillanlegu baki bíða kvikmyndahúsagesta.
Mjúkir svefnsófar með stillanlegu baki bíða kvikmyndahúsagesta. mynd/Pathé Schweiz

Með kaupum á miða fylgdi eins mikið popp og kók eins og þú gast í þig látið, þetta var svo sannarlega draumi líkast fyrir kvikmyndagesti. Nú hefur nýr draumur tekið við hjá reglulegum gestum kvikmyndahúsanna en það er bíósalur fullur af tvíbreiðum svefnsófum.. Þessi girnilegi bíósalur opnaði nýlega í Pathé Schweiz kvikmyndahúsinu í Spreitenbach í Sviss og hefur svo sannarlega verið vel tekið. Í salnum eru 11 svefnsófar sem búið er að búa um með laki, teppi og tveimur mjúkum koddum svo það fari sem best um bíógesti. Að sögn framkvæmdarstjóra kvikmyndahússins er hugað vel að gestum og hreinlæti þeim ofarlega í huga því skipt er um sængurver á svefnsófunum á milli sýninga.

Eitthvað fyrir alla fjölskylduna er að finna í kvikmyndahúsinu.
Eitthvað fyrir alla fjölskylduna er að finna í kvikmyndahúsinu. Mynd/Pathé Schweiz

Kvikmyndhúsið býður einnig upp á nýjung fyrir fjölskyldur og tileinkar einn bíósalinn börnum. Þar er að finna fullan bíósal af litríkum baunapokum auk rennibrautar og boltalands. Mögulega gætu íslensk kvikmyndahús orðið fyrir innblæstri og tekið eitthvað af þessum frábæra framtaki upp hjá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert