Hundarnir sóma sér vel á útisvæðinu á Wilson-veitingastaðnum í New ...
Hundarnir sóma sér vel á útisvæðinu á Wilson-veitingastaðnum í New York. Mynd/Jenna Murray

Hundur í hádegismat

Það urðu straumhvörf í íslensku samfélagi þegar hundar voru leyfðir í almenningssamgöngum og á völdum veitingahúsum.

Kannski styttist svo í það að íslensk veitingahús bjóði upp á matseðla sérsniðna að hundum eins og á Wilson-veitingahúsinu í New York. Að sögn yfirkokksins kom þessi hugmynd upp þegar hann sjálfur var að elda fyrir hundinn sinn og hefur verið vel tekið í þessa nýjung.

Hundarnir eða eigendur þeirra geta valið á milli þess að ...
Hundarnir eða eigendur þeirra geta valið á milli þess að fá rib eye-steik, lax eða kjúkling. Mynd/Jenna Murray

Á matseðlinum er til dæmis að finna grillaða rib eye-steik með grænmeti en líka lax og kjúkling. Vegna reglna frá heilbrigðiseftirlitinu þurfa hundarnir að borða á útisvæði og verða að vera í ól sem kemur þó ekki að sök því hundarnir virðast alsælir með þennan nýja valkost.