Herra Hnetusmjör og Katrín Jakobs halda uppi stemningu

Herra Hnetusmjör sér um að halda uppi góðu partýi.
Herra Hnetusmjör sér um að halda uppi góðu partýi. Ljósmynd/Aðsend

Ferðafélag Íslands stendur fyrir hátíðinni ásamt stuðningsaðilum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir á fjallið og ávarpar göngufólk. Jakob Frímann Magnússon flytur tónlist sína. Þá mætir Herra Hnetusmjör og flytur lög sín fyrir göngufólk.

Stemningin var góð á ÚIfarsfelli í fyrra.
Stemningin var góð á ÚIfarsfelli í fyrra. Ljósmynd/Bent Marínósson

Á þriðja þúsund manns fóru með Ferðafélagi Íslands á Úlfarsfell í fyrra í frábæru veðri. Við það tilefni voru garpar sem farið hafa manna oftast á fjallið heiðraðir. Á Úlfarsfelli sungu og léku þeir Bjartmar Guðlaugsson, Valdimar og Stuðmenn að ónefndum Ragnari Bjarnasyni sem kom með þyrlu frá Landhelgisgæslunni á fjallið og söng Vorkvöld í Reykjavík.

Reynir Traustason, einn af göngustjórum göngunnar, í hópi glaðlyndra göngugarpa.
Reynir Traustason, einn af göngustjórum göngunnar, í hópi glaðlyndra göngugarpa. Ljósmynd/Bent Marínósson

Ekki skemmdi útsýnið fyrir göngufólki. Búast má við að útivistarfólk, bæði byrjendur og lengra komnir,  nýti sér þetta frábæra framtak og skemmti sér með glöðu göngufólki. Fjallið hentar öllum aldursflokkum en gangan er um fjórir kílómetrar og 200 metra hækkun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert