Litríkar hægðir laða að gesti

Leikið með litrík tjákn á Unko safninu.
Leikið með litrík tjákn á Unko safninu. Ljósmynd/LiveJapan

Sýning um viðbjóðslegan mat byrjaði til að mynda sem „pop up“ í Malmö í Svíþjóð í fyrra en hefur nú fest sig í sessi og er orðin að safni sem er með reglulegan agreiðslutíma allan ársins hring. Skemmst er að minnast sælgætissýningarinnar Candytopia sem sett var upp í Bandaríkjunum í fyrra og hefur víða verið sett upp síðan þar í landi. Í Japan ganga menn skrefinu lengra og hafa núna sett upp sýningu þar sem víðfræga tjáknið fyrir kúk er í forgrunni.

Sýningin hefur slegið í gegn en um 10 þúsund manns mættu á sýninguna í fyrstu opnunarvikunni. Á sýningunni er hægt að snerta, skynja, hlusta á og leika með tjáknið vinsæla auk þess sem taka má þátt í ýmiss konar þrautum tengdum því, til dæmis að sturta því niður í risastórt salerni.

Börn í biðröð við klósettið.
Börn í biðröð við klósettið. Ljósmynd/Unko Museum

Að sögn aðstandenda sýningarinnar er vonast til að sýningargestir tengi við barnæsku sína í gegnum viðfangsefnið. Til gamans má geta að sýningin einblínir ekki einungis á réttan lit tjáknsins, þann brúna, heldur hefur leyft því að blómstra í öllum regnbogans litum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert