Tölum um hluti sem þykja oft erfiðir

Sylvía ásamt nýfæddum syni.
Sylvía ásamt nýfæddum syni. Ljósmynd/Aðsend

Sylvía sem er nemi í sálfræði við Háskólann á Akureyri, Dale Carnegie-þjálfari og önnur umsjónarkvenna hljóðvarpsins Normsins, sem hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. „Pabbi er síðan að verða fimmtugur á árinu og við fjölskyldan ætlum því að fara í sólarlandaferð í fyrsta skipti í langan tíma, ekki oft sem allir fá glugga á sama tíma í slíka ferð. Svo erum við Eva að fara byrja aftur í upptökum fyrir hlaðvarpið okkar sem heitir Normið, þar sem við ræðum meðal annars um það hvernig við getum hert toppstykkið, af hverju við erum eins og við erum og leiðir til þess að líða enn betur. Tölum um hluti sem þykja oft erfiðir, finnum lausnir á okkar vandamálum, sumu er svo slegið upp í létt grín því við mannfólkið getum verið skemmtilega dramatísk - og þar erum við tvær alls ekki undanskildar,“ segir Sylvía.

Sylvía og Eva eru umsjónarkonur hljóðvarpsins Normið sem hefur notið …
Sylvía og Eva eru umsjónarkonur hljóðvarpsins Normið sem hefur notið mikilla vinsælda. Ljósmynd/Aðsend

Þess má geta að önnur hlaðvarpsröð af þættinum er í þann mund af fara í gang en hlusta má á alla þættina hér. Einnig má fylgjast með Sylvíu og Evu á Instagram: normidpodcast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert