Myndast stemning sem erfitt er að lýsa

Fjölskyldan sælleg að litahlaupi loknu.
Fjölskyldan sælleg að litahlaupi loknu. Ljósmynd/Aðsend

Við hjónin eigum tvö börn, 5 og 10 ára. Til að byrja með hlupum við þrjú saman því stelpan var svo ung. Hún kom með okkur í fyrsta sinn í fyrra, þá í kerru. Við tökum þátt á hverju ári því þær minningar sem við höfum skapað í Color run eru okkur svo dýrmætar. Það er ekki hægt að rifja þær upp án þess að brosa,“ segir Erna Björg. 

Það er ekki annað hægt en að vera glaður í …
Það er ekki annað hægt en að vera glaður í þessari litadýrð. Ljósmynd/Aðsend

Þau segja það skemmtilegasta við hlaupið sé samvera fjölskyldunnar og gleðin sem viðburðinum fylgir svo ekki sé minnst á litadýrðina. „Þ að myndast ákveðin stemning sem erfitt er að lýsa. Það hefur verið virkilega gaman að flygjast með syni okkar styrkjast á milli ára og kom okkur á óvart hvað það var mikill kraftur í honum í fyrra. Ómetanlegt hvað hlaupið hefur haft áhrif á jákvætt viðhorf hans til hreyfingar. Okkur hlakkar sérstaklega til þetta árið því yngsti fjölskyldumeðlimurinn ætlar að skella á sig hlaupaskónna. Það verður því enn skemmtilegra fyrir fjölskylduna að hlaupa öll saman í ár. Okkur þykir líka mjög spennandi að hlaupið sé í Laugardalnum þetta árið,“ segir Erna Björg full tilhlökkunar. 

Fjölskyldan dreifir gleðinni.
Fjölskyldan dreifir gleðinni. Ljósmynd/Aðsend





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert