Íslenskar konur eru svo magnaðar

Inga Geirsdóttir á góðri stund.
Inga Geirsdóttir á góðri stund. Ljósmynd/Aðsend

Það er enn aðalmálið þótt ferðirnar séu núna með fjölbreyttu sniði. Inga býr skammt utan við Edinborg í Skotlandi, sem líka skýrir nafn fyrirtækisins, en í grunninn er hún stelpa frá Eskifirði. „Ævintýrið byrjaði þannig að maðurinn minn fékk vinnu í Skotlandi og við fluttum þangað árið 2003. Ári síðar var ég byrjuð að fara með vinkonur mínar í göngur um skosku hálöndin og boltinn byrjaði að rúlla. Gönguferðir eru okkar flaggskip í dag en ferðirnar eru fjölbreyttar og innihalda ýmislegt fleira til dæmis jóga, uppbyggjandi sálfræði, sagnfræði og hannyrðir og auðvitað eru þær allar kryddaðar með gleði og hlátri, ekki spurning,“ segir Inga.

Í byrjun var fyrst og fremst farið um Skotland og England en núna er farið víðar. „Vinsælustu ferðirnar okkar eru kvennaferðir þar sem konur taka sér frí frá öllu heima, koma og byggja sig upp og hafa gaman saman. Það myndast alveg ótrúlega jákvæð og skemmtileg orka í þessum kvennaferðum enda legg ég upp úr því að skipulagið sé pottþétt og jákvæðnin í fyrirrúmi. Nú eru karlar farnir að senda mér fyrirspurnir því þeir frétta hvað er gaman í kvennaferðunum og vilja fá ferðir fyrir sig. Auðvitað geta þeir líka komið því að ég býð upp á blandaðar ferðir fyrir bæði kynin á flesta áfangastaði.“

Skotland er heillandi heim að sækja.
Skotland er heillandi heim að sækja. Ljósmynd/Aðsend

Að sögn Ingu eru margir gullmolar í körfunni og nefnir hún sem dæmi flottustu gönguleið Skotlands West Highland Way sem er 153 km og liggur frá Glasgow til Fort William. „ Við förum svo líka í ferðir um Cornwall, Austurríki og Slóveníu. Svo eru Spánarferðirnar mjög vinsælar við förum til Costa Blanca, Costa Brava og Tenerife,“ segir Inga og bætir við að boðið sé upp á tuttugu fjölbreyttar ferðir á ári. „Dagskráin í ferðunum til Spánar er mismunandi milli ferða en alltaf er farið í gönguferðir og skoðunarferðir. Við bjóðum upp á sjálfsræktar- og hamingjuferðirnar með Kristínu Lindu sálfræðingi sem innihalda áhugvert og hagnýtt námskeið í listinni að lifa, léttgöngur og samverustundir. Nú þegar hafa um hundrað konur farið í þessa ferð og hún fær frábær meðmæli enda eru þessar ferðir engu líkar og mjög vandaðar. Núna í júní er starfsmannahópur eins grunnskólans að fara til Spánar þessa ferð. Auk þess eru í boði jóga- og prjónaferðir og ferðin Gaman saman, þar sem konur á öllum aldri koma og boðið er upp á léttgöngur, sundleikfimi, hannyrðahorn og skemmtun. Sú ferð er mjög vinsæl enda vel skipulögð og skemmtileg. Kvennaferðirnar eru alveg kjörnar fyrir kvenfélög, kvennaklúbba, saumaklúbba og vinkvennahópa. Íslenskar konur eru svo magnaðar og vita að vikuferð þar sem hlúð er að líkama og sál með hreyfingu og fræðslu, hlátri og upplifunum er endurnærandi og bæði forvörn gegn streitu og ómetanleg í minningabankann.“

Að sögn Ingu eru íslenskar konur magnaðar.
Að sögn Ingu eru íslenskar konur magnaðar. Ljósmynd/Aðsend

Inga segist mikið fá af fyrirspurnum frá hópum um að setja upp sér ferðir fyrir sig sem sé sjálfsagt og skemmtilegt. „Það er mjög gaman að sjá hve mikill áhuginn er og alveg toppurinn á tilverunni að fá að upplifa að sama fólkið kemur aftur og aftur í ferðir Skotgöngu. Það eru margir búnir að fara með okkur alveg í fimm til tíu ferðir, og það segir eitthvað! Við erum undir skemmtilegri pressu að búa til nýjar ferðir fyrir fólkið okkar sem er búið að fara í allar ferðirnar okkar,“ segir Inga sem hefur síðustu þrjár vikur verið á Costa Brava með hópa, fer eftir það til Skotlands beint í ferðina Á slóðir Auðar djúpúðgu með Vilborgu Davíðsdóttur í fararbroddi. „ Þær ferðir eru svo eftirsóttar að biðlistinn er tvö ár.“ Síðan taka við fleiri ævintýri, göngur um Skotland, England og Austurríki og með haustinu uppbygging í sól og yl á Spáni. Fylgjast má með skipulögðum ferðum Ingu hér. 

mbl.is