Gist á glæsihóteli við grjótnámu

Eins og sjá má er byggingin mjög óvenjuleg en hana …
Eins og sjá má er byggingin mjög óvenjuleg en hana tók 10 ár að byggja. Ljósmynd/ICShanghaiWonderland

Nýlega opnaði Intercontinental hótelkeðjan hótel í Sjanghæ sem er að hluta neðanjarðar. Hótelið sem er einstakt á að líta er byggt að hluta til inn í grjótnámu.

Í svítunum sem staðsettar eru neðansjávar eru fiskabúr í stað …
Í svítunum sem staðsettar eru neðansjávar eru fiskabúr í stað útsýnisglugga. Ljósmynd/ICShanghaiWonderland

Gestir hafa val um að gista tæpum hundrað metrum undir sjávarmáli en tvær hæðir hótelsins eru neðansjávar og í stað útsýnisglugga er risastórt fiskabúr. Hin herbergin skarta ótrúlega fallegu útsýni yfir þá náttúrufegurð sem fyrir ber.

Hvar sem litið er út um glugga á hótelinu er …
Hvar sem litið er út um glugga á hótelinu er eitthvað spennandi að sjá. Ljósmynd/ICShanghaiWonderland

Afþreyingin á hótelinu er ekki af verri endanum en hægt er að fara í kajakferð um svæðið og reyna á kraftana í klettaklifri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert