Ekki alveg týpan í tjaldútilegu

Írís Björk hefur mikinn húmor fyrir sjálfri sér og veit …
Írís Björk hefur mikinn húmor fyrir sjálfri sér og veit hvar mörkin liggja þegar kemur að tjaldútilegu. Ljósmynd/Aðsend

„Stelpurnar mínar þær Tanya og Nadía sem verða 15 ára gamlar í sumar fara til London í 3 vikur til að njóta þess að vera með stóru systur og passa drenginn hennar sem er 2 ára en ég mun nýta þann tíma í vinnu hér heima. Ég geng reglulega fell og einstaka fjöll og geri það oftast ein en þar sæki ég mér orku og hreinsa hugann frá þessu daglega stressi. Leggjabrjótur er á dagskránni eins og í fyrra og líka snjósleðaferð upp á jökul með vinkonu minni Áshildi Bragadóttur, en hún gaf mér þessa fyrirhuguðu ferð í afmælisgjöf.“

Ganga um Leggjabrjót er á dagskrá hjá Írisi Björk í …
Ganga um Leggjabrjót er á dagskrá hjá Írisi Björk í sumar með góðri vinkonu. Ljósmynd/Aðsend

„Síðan er þetta bara svona „go with the flow“, ég og stelpurnar mínar erum búnar að prufa river rafting og munum örugglega hoppa á það seinna í sumar. Stelpunum mínum finnst ég ekki alveg týpan í tjaldútilegu eftir að við fórum á skátamót á Akureyri um árið og ég tjaldaði í hælaskóm, rifnum gallabuxum og bol, en það endaði með því að maðurinn í næsta tjaldi kom og hjálpaði mér eftir að hafa legið í hláturskasti að þessari konu sem var að tjalda svona klædd í roki og rigningu, en hver veit kannski tökum við upp tjaldið aftur og þá bara með tjaldhælum en engum hælaskóm,“ segir Íris hlæjandi. „Við mæðgur erum samt sem áður mjög duglegar að búa til fallegar minningar og þær ferðast mikið með mér hvort sem það er vinnutengt eða til að njóta. Lífið er ein stór minning svo eins gott að upplifa alls konar ævintýri sem skilja eftir skemmtilegar og allskonar minningar.“

Mæðgurnar eru duglegar að búa til góðar minningar saman.
Mæðgurnar eru duglegar að búa til góðar minningar saman. Ljósmynd/Aðsend

Eftirlætisborg Írisar er Porto í Portúgal og aldrei að vita nema þær mæðgur skelli sér í ferð þangað. „Porto er krúttlegur lítill bær í Portúgal þar sem húsin eru gömul og í öllum regnbogans litum byggð í þröngum bröttum strætum og fólkið er dásamlegt. Það væri hinn fullkomni endir á sumrinu að fara þangað,“ segir hún og bætir við að hvað sem verður þá verði þetta geggjað sumar.

Porto í Portúgal er lítill og litríkur bær sem gaman …
Porto í Portúgal er lítill og litríkur bær sem gaman er að heimsækja. Ljósmynd/Aðsend


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert