Loksins geta aðdáendur hljómsveitarinnar The Spice Girls tekið drauminn alla ...
Loksins geta aðdáendur hljómsveitarinnar The Spice Girls tekið drauminn alla leið. Ljósmynd/Airbnb

Spice Girl-strætisvagninn á Airbnb

Aðdáendur bresku hljómsveitarinnar The Spice Girls geta nú hoppað hæð sína því í sumar mun bókunarsíðan Airbnb bjóða upp á möguleika á því að gista í upprunalega tveggja hæða strætisvagninum sem notaður var í bíómyndinni Spice World.

Bíómyndin sem var frumsýnd árið 1997 er mörgum enn í fersku minni enda æsispennadi mynd, alla vega fyrir hörðustu aðdáendur hljómsveitarinnar. Strætisvagninum hefur verið breytt í gistiaðstöðu og er hönnun strætisvagnsins að innan öll tileinkuð hljómsveitinni og til þess gerð að rifja upp gamlar og góðar minningar tengdar henni.

Hljómsveitin The Spice Girls var gríðarlega vinsæl á tíunda áratug ...
Hljómsveitin The Spice Girls var gríðarlega vinsæl á tíunda áratug síðustu aldar. Ljósmynd/Ian Hodgson

Einungis verður boðið upp á gistingu fyrir notendur bókunarsíðunnar nokkrar nætur núna í júní, aðdáendur verða því að hafa hraðar hendur ætli þeir að uppfylla þennan draum.