Það er að mörgu að huga þegar farið er í ...
Það er að mörgu að huga þegar farið er í gegnum öryggisleit á flugvöllum. Ljósmynd/Colourbox

Allt að 120 milljónir króna skildar eftir

Þegar farið er í gegnum flugvelli og þá sérstaklega öryggisleit þarf að huga að mörgu og alls ekki óalgengt að ýmiss konar eignir séu eftir skildar.

Sumar eignir eru viljandi skildar eftir eins og til dæmis klink sem ferðalangar nenna hreinlega ekki að taka með sér svo eru það veskin sem týnast og komast ekki aftur heim til eigenda sinna af einhverjum ástæðum. Samgönguöryggisráð Bandaríkjanna tekur árlega saman þær upphæðir sem safnast með þessum hætti og hafa tölurnar hækkað gífurlega á undanförnum árum. Sem dæmi söfnuðust tæpar 70 milljónir íslenskra króna á árinu 2012 en árið 2018 söfnuðust saman tæpar 120 milljónir króna. Peningurinn sem skilinn er eftir nýtist öryggisráðinu sem notar aurinn til að betrumbæta aðstöðuna í öryggisleitinni fyrir ferðalanga og starfsfólk.