Hugmyndin byrjaði mjög sakleysislega

Bergur ætlar að takast á við ansi skemmtilegt verkefni á …
Bergur ætlar að takast á við ansi skemmtilegt verkefni á næstunni. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta hljómar ekkert erfitt en veðurfar og vinnan mín spila stóran þátt og gerir þetta þar af leiðandi meira krefjandi.“ 

Bergur segir hugmyndina hafa byrjað mjög sakleysislega og að planið hafi verið að fara í smá ferðalag innanlands í nokkra daga og klifra með vinum. „Svo kom hugmyndin að reyna að klifra helminginn af leiðunum í Stardal en eftir það plan ákvað ég að taka þetta alla leið og reyna að klifra 150 leiðir um allt land. Það er fullt af klifurstöðum á Íslandi sem eru ekki fjölfarnir.

Kosturinn við trad-klifur er að þú notar ekki bolta sem eru í klettinum, í staðinn setur þú inn þínar eigin tryggingar þegar þú klifrar, þetta opnar fullt af möguleikum á stöðum sem eru ekki fjölfarnir,“ segir Bergur og bætir við að sumar af þessum leiðum hafi ekki verið klifraðar í 30-40 ár og býst því við að sumar þeirra verði ansi mikil áskorun. 

Sumar klifurleiðanna hafa ekki verið farnar í 30-40 ár.
Sumar klifurleiðanna hafa ekki verið farnar í 30-40 ár. Ljósmynd/Aðsend

Þeir sem vilja fylgjast með Bergi geta fylgt honum á Instagram: 150tradmission

mbl.is