Street food-veisla í Zürich

Á hátíðinni er að finna mikið af girnilegum mat.
Á hátíðinni er að finna mikið af girnilegum mat. Ljósmynd/SFF

Hátíðin er haldin frá miðjum maí fram í miðjan júní ár hvert og verður sífellt vinsælli og fjölbreyttari með árunum. Fjöldi ólíkra matartrukka og lítilla veitingastaða eru þarna saman komnir inn í eða rétt fyrir utan risastórt sirkustjald og þarna ægir ólíkri matarmenningu saman.

Maturinn er einfaldur og fallega fram settur.
Maturinn er einfaldur og fallega fram settur. Ljósmynd/SFF

Undirrituð smakkaði til að mynda djúpsteikta samloku með skinku og osti þarna í fyrsta skiptið og fékk sér svo djúpsteikt Churros með súkkulaði í eftirrétt. Það þarf kannski ekki að taka það fram en þessu var öllu rennt niður með ísköldu öli.

Það er ekki síður gaman að fylgjast með mannlífinu á …
Það er ekki síður gaman að fylgjast með mannlífinu á hátíðinni. Ljósmynd/SFF

Ef magamálið hefði verið meira þá hefði verið gaman að smakka Dim Sum fyllt með truffluosti, hamborgara frá Himalaya eða karamellusnúða úr filodeigi. Fyrir utan fjölbreyttan og bragðgóðan mat var ekki síður skemmtilegt að fylgjast með gestunum sem voru jafn ólíkir og þeir voru margir. Allar upplýsingar um hátíðina má finna hér.

mbl.is