Tilvalið tækifæri til að stíga næsta skref

Hressandi félagsskapur í heita pottinum að sundi loknu.
Hressandi félagsskapur í heita pottinum að sundi loknu. Ljósmynd/SJÓR

Að sögn Herdísar er Fossvogssundið tilvalið fyrir þá sem hafa prófað að synda í sjónum og langar að synda yfir í Kópavog og jafnvel tilbaka. „Það verða kajakar og mótorbátur svo þeir sem vilja geta látið pikka sig upp hvar sem er á leiðinni auk þess sem nokkrir vanir sjósundmenn synda með hópnum til að leiðbeina og aðstoða sundfólk.“ Tekið verður á móti sundgörpum með hressingu í landi eftir sundið og góðs félagsskapar notið í heita pottinum á eftir.

Farið yfir öryggisatriði og leiðina sjálfa áður en lagt er …
Farið yfir öryggisatriði og leiðina sjálfa áður en lagt er af stað úr Nauthólsvík. Ljósmyund/SJÓR

Opið er fyrir rafræna skráningu í sundið til klukkan tíu í kvöld en allar nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook síðu félagsins. Þess má geta að sundið á morgun er annað af tveimur Fossvogssundum sem félagið stendur fyrir á sumrin. „Það er ágætt að minnast líka á það að nauðsynlegt er að hafa synt eitt Fossvogssund og eiga það skráð í sjóbókinni til að mega synda lengri sund með okkur eins og til dæmis Viðeyjarsundið.“

Röskur hópur leggur af stað.
Röskur hópur leggur af stað. Ljósmynd/SJÓR
mbl.is