Ísóðir Íslendingar í London

Gómsætur og girnilegur ís.
Gómsætur og girnilegur ís. Ljósmynd/Istock

Það þarf þó ekki að koma á óvart þar sem íslenskur ís er afskaplega góður og margir þegnar þjóðfélagsins helteknir af ísáti, það mætti jafnvel taka svo sterkt til orða að Íslendingar væru ísóð þjóð. Ísinn má svo ekki vanta á ferðalögum erlendis og hefur ferðavefurinn í tilefni þess tekið saman fjórar af bestu ísbúðum í London, verði ykkur að góðu.

Milk Train
Ef þig langar í eitthvað ægilega sætt, hvort sem er í mallann eða á mynd, skaltu skutlast niður í Covent Garden og fá þér litríkan ísrétt í Milk Train ísbúðinni. Sumir ísréttana koma á candy floss beði sem gerir þá enn girnilegri fyrir augað.

Hversu fallegur getur einn ísréttur verið?
Hversu fallegur getur einn ísréttur verið? Ljósmynd/Milk Train


Dominique Ansel
Hvernig hljómar frosin útgáfa af S´mores, hunangsmaríneraðir sykurpúðar vafðir utan um vanilluís með stökku súkkulaðivöfflum? Nú eða Banoffee Paella þar sem karamelluseraðir bananar eru bornir fram með heimatilbúnum Dulce de Leche ís? Eins og draumur í dós? Dominique Ansel bakaríið býður upp á listilega fallega og girnilega ísrétti sem teknir eru upp í nýjar hæðir.

Listilega fallega ísrétti er að finna í bakaríinu.
Listilega fallega ísrétti er að finna í bakaríinu. Ljósmynd/Dominique Ansel

GROM
Nýjasti ísbitinn í bænum er mættur beint frá Ítalíu en GROM er keðja með yfir 60 búðir í heimalandinu. Búðin velur alltaf bragð mánaðarins þannig að það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast. Fyrir þá sem vilja kæla sig í sumarhitanum er mælt með því að fá sér sorbet en hann ku vera einn sá besti í bænum á GROM.

Nýjasti ísbitinn í bænum kemur beint frá Ítalíu.
Nýjasti ísbitinn í bænum kemur beint frá Ítalíu. Ljósmynd/Grom

La Gelatiera
Fyrir þá sem eru ævintýragjarnir er La Gelatiera rétta ísbúðin þar sem hún bíður upp á undarlegar samsetningar á ís. Til dæmis Porcini sveppa- og súkkulaðiís eða basil- og chiliís. Svo er líka alltaf hægt að fá sér einn áfengan sorbet annað hvort Mojito eða ferskju Bellini, hvað er hægt að biðja um meira?

Spennandi samsetningar saman komnar í einum ís.
Spennandi samsetningar saman komnar í einum ís. Ljósmynd/LaGelatiera
mbl.is