Ekki flagna eins og slanga í hamskiptum

Helgi Ómars í fallegu umhverfi í Japan.
Helgi Ómars í fallegu umhverfi í Japan. Ljósmynd/Úr Einkasafni

„Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf gert og man að mamma gaf mér svo ógeðslega flotta Guffa ,þið vitið, Disney Guffi, peysu fyrir fyrsta ferðalagið mitt 1997 til Portúgals. Mér fannst þetta aaalgjör toppur. Svo þetta geri ég enn í dag, hvort það eru nýr sólgleraugu, næs sandalar eða bara einhver outfit. Það er hið besta kickstart á fríinu.“

Helgi segist vera stærsti aðdáandi Veru Illugadóttir, hver elskar ekki …
Helgi segist vera stærsti aðdáandi Veru Illugadóttir, hver elskar ekki Í ljósi sögunnar? Skjaskot/RÚV

Helgi heldur úti skemmtilegu bloggi á Trendnet þar sem hann skrifar um sín fjölmörgu hugðarefni sín hverju sinni. Hann er iðinn við að ferðast og heimsótti til að mynda Japan á dögunum en á slíkum ferðalögum þar sem ferðast þarf langt á milli landa segir Helgi ómissandi að vera með gott hlaðvarp eða hljóðbók. „Ég er bæði podcast perri, þá helst hlusta ég á hvernig ég get orðið betri manneskja eða gáfaðri. Ég nota Storytel og hlusta á Í ljósi sögunnar hlaðvarpið sem Vera Illuga er með, það er 120% uppáhalds hlaðvarpið mitt og ég hennar stærsti aðdáandi, en hún veit það ekki. Kannski veit hún það núna með þessum skrifum, krossum fingur.“ Sjálfur heldur Helgi út vinsælu hlaðvarpi sem á stóran og dyggan aðdáendahóp. 

Helgi í dásamlegu umhverfi á Bali.
Helgi í dásamlegu umhverfi á Bali. Ljósmynd/Úr einkasafni

Þegar talið berst að ómissandi húðvörum í ferðalagið segist Helgi alltaf taka með sér líkamsskrúbb til að skrúbba af dauðu húðfrumurnar eftir dag í sólinni. „Þannig kemst maður frá því að flagna eins og slanga í hamskiptum og tanið helst á lengur.“ Nú og svo er það að sjálfsögðu sólarvörnin sem alls ekki má gleyma þegar haldið er í sólarlandafrí. „Ég tek alltaf með mér kælandi og unaðslegt after sun með mintu, Aloe vera og alls kyns gúmmelaði frá Davines.“

Helgi segir ómissandi að vera með góða sólarvörn og after …
Helgi segir ómissandi að vera með góða sólarvörn og after sun í fríinu. Ljósmynd/Úr einkasafni

Að lokum segir Helgi algerlega ómissandi að vera með möntru sem rífi mann af stað. „Fokk it“ eða „Djöfull er ég flott/ur“ eru góðar möntrur sem mega koma með í mittistöskunni. Við getum jú verið okkar hörðustu gagnrýnendur þegar kemur að því að kannski er slit á rassinum, smá bumba, eða appelsínuhúð, hvað svo sem það er. Að mantra sig í gang, alltaf daga að sjálfssögðu, og labba um ströndina, göturnar, skóginn, hvar sem er. Og gera sér grein fyrir því að maður er drullu flott/ur í eigin skinni sama hvað, og öllum er sama um hvernig hinir líta út. Það er algjör óþarfi að eyða orku í sjálfskritíseríngu í langþráðu fríi. Verum hot og flott nákvæmlega eins og við erum. Borðum Magnum ís og splæsum í tvo desserta ef okkur langar í fríinu. Því við erum í fríi maður. Og já, plís munið eftir vegabréfinu.“

mbl.is