Hann veit sínu viti, hann Einsi kaldi

Læknirinn undirbýr upptökur ásamt sérlegum aðstoðarmanni.
Læknirinn undirbýr upptökur ásamt sérlegum aðstoðarmanni. Ljósmynd/Úr einkasafni

Og það var viðeigandi að klára þessa seríu í Vestmannaeyjum - þessari dásamlegu gjöfulu eyju. Við byrjuðum á að heimsækja Einsa kalda sem sagði okkur frá sinni aðferð við að matreiða skötusel. Hann leysti okkur meira að segja út með þessu dýrindisflaki af einum slíkum. Hann veit sínum viti, hann Einsi kaldi. 

Það var ekkert til sparað þegar kom að veislukostum í …
Það var ekkert til sparað þegar kom að veislukostum í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Úr einkasafni

Við komum okkur fyrir á Skansinum, og það er vart hægt að segja að veðrið hefði leikið við okkur þann daginn. Það bæði rigndi hressilega og blés með eindæmum. Svo mjög að búa þurfti um tökuliðið og vélarnar okkar svo hægt væri að taka upp. En við létum veðrið ekki á okkur fá og elduðum dýrindismáltið með Heimaklett í bakgrunni, skötusel hjúpaðan sölbragðbættu salti með kartöflumús og ljúffengu salati innblásnu frá Stóra-Dímon, sjá fyrri þátt. 

Og það er ekki annað hægt en að ljúka seríu sem þessari með almennilegri veislu. Og þessi var alvöru. Við heilgrilluðum vestmanneyskt lamb, vel kryddað, á tortillu með dásamlegri hvítlaukssósu og bæði fersku og steiktu alíslensku grænmeti. 

Ég hugsa til baka til liðins sumars með einstöku þakklæti í brjósti og hugsa oft hversu dýrmætt það er að vera Íslendingur og fá að njóta allra þeirra stórkostlegu forréttinda sem þetta land veitir okkur.

Réttirnir sem læknirinn töfraði fram voru hverjir öðrum girnilegri.
Réttirnir sem læknirinn töfraði fram voru hverjir öðrum girnilegri. Ljósmynd/Úr einkasafni

Sérstakar þakkir fá þeir sem hafa fylgt okkur og stutt okkur með ráði og dáði hvort sem það er í persónu eða á samfélagsmiðlum. 

Ég vona eindregið að þið hafið notið þáttanna, því að við nutum þess svo sannarlega að gera þá! 

Takk fyrir okkur! 



Lokaþáttur matreiðsluþáttarins Lambið og miðin verður sýndur í op­inni dag­skrá í Sjón­varpi Sím­ans í kvöld. All­ar upp­skrift­ir úr þátt­un­um má finna á vefsvæði Lækn­is­ins í eld­hús­inu. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert