Þar sem veðrið er alltaf gott

Ari nýtur lífsins í íslenskri sveit.
Ari nýtur lífsins í íslenskri sveit. Ljósmynd/Úr einkasafni

Í haust heldur hann svo aftur til London þar sem hann stundar nám í tónlist í The Royal Academy Of Music. Hann situr þó ekki auðum höndum með kokkteil í annarri í sumarfríinu þar sem hann er að vinna í 2-3 laga smáskífu sem kemur út á næstunni. „Þessi lög verða í svona Pop R&B stíl og þetta verður svolítið öðruvísi en það sem fólk hefði kannski búist við af mér. Þessi smáskífa verður svo vonandi partur af stærri plötu sem mig langar að gefa út í haust eða vetur.“

Ara finnst dásamlegt að njóta landsins á meðan hann staldrar við og heimsækir sveitina sína árlega með fjölskyldunni. „Selland í Fnjóskadal er sveitin mín og algjört himnaríki fyrir mér. Það er gullfallegt skólendi, smá einangrun frá samfélaginu, smá grín en samt ekki, og veðrið þar er alltaf gott.“

„Selland í Fnjóskadal er sveitin mín og algjört himnaríki fyrir …
„Selland í Fnjóskadal er sveitin mín og algjört himnaríki fyrir mér.“ Ljósmynd/Úr einkasafni

Aðspurður að því hvaða stað hann langi til að skoða á landinu segist hann eiga eftir að skoða Skógarfoss í návígi. „Það er algjör skandall að ég hafi aldrei farið þangað,“ segir Ari sem lofar að bæta sem fyrst úr því.

Fyrsta lagið af smáskífunni hans Ara kom út þann 28.júní og nefnist Too Good. „Þetta er lag um strák sem er ástfanginn af stelpu sem hann er í sambandi með en honum finnst hann eigi hana ekki skilið. Í stuttu máli finnst honum hún vera „Too good to be true.“ Lagið má hlusta á hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert