Fátt betra en að lesa um morð í flugvél

Brynja elskar að halda á spennandi slóðir og upplifa og …
Brynja elskar að halda á spennandi slóðir og upplifa og læra nýja hluti. Ljósmynd/Aðsend

„Extraloppuhjartað mitt slær alveg í takt við alla mína drauma og hefur þetta ferðalag svo sannarlega verið rússíbani með hinum ýmsu völundarhúsum og skemmtigörðum - allt í bland.“

Brynja hefur víða ferðast og hefur unun af því að skoða nýjar slóðir. En hvað finnst Brynju ómissandi að taka með í ferðalagið?
„Bók, þó ég lesi aldrei en ég elska einhvernveginn að kúpla út á leiðinni erlendis í flugi eða í sólbaði. Tek oftast eina bók eftir Camillu Lackberg eða Angelu Marsons með mér. Fátt betra en að lesa um morð í flugvél. Svo er það Bose headsettið mitt. Fer ekki fet nema með þau á mér og neita að heyra í umheiminum í smá stund,  noise cancel er besta uppfinning ever.“

Að eigin sögn segist Brynja vera asnalega hjátrúarfull og þá sérstaklega þegar kemur að flugi. „Ég tek alltaf krossinn minn með sem systir mín og mamma gáfu mér. Þetta hef ég gert frá því ég var 14 ára, ég er samt núll flughrædd.“ 
Ef leiðin liggur í sól þá er sólarvörn eitt af því fyrsta sem Brynja pakkar í ferðatöskuna. „Ég dökkna á núll einni og þá þarf ég að skipta út ölllum snyrtivörum og það er einfaldlega of mikið vesen! Og sólarvörn fyrir hárið.“

Að lokum segist Brynja alltaf taka ævintýraþránna með þar sem hún elski að fara á nýjar slóðir og kynnast einhverju nýju. „Prófa, læra og upplifa nýja hluti hvort sem það er að vera rænd, fá matareitrun, gleymast úti á sjó, flassa uppi í miðju fjalli, knúsa flækingshunda, smakka framandi mat, kynnast nýju fólki og bara lifa eins langt út fyrir rammann og ég get hverju sinni. Það eru skemmtilegustu sögurnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert