Fjallavit, öryggi á fjöllum og umhverfið

Hjalti Björnsson, leiðsögumaður hjá FÍ, ásamt hressu göngufólki á leið …
Hjalti Björnsson, leiðsögumaður hjá FÍ, ásamt hressu göngufólki á leið í ævintýri. Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í þessum þáttum er farið um víðan völl, og rætt við sérfræðinga um allt sem tengist ferðamennsku og öryggi á fjöllum. Hægt er að nálgast þættina sem fyrr segir á vefsíðu Ferðafélagsins en einnig í gegnum helstu hlaðvarpsforrit. Upplagt er að hlaða niður góðum þætti og hlusta svo á hvar og hvenær sem er, jafnvel þótt ekkert netsamband sé til staðar. 

Í þáttunum er meðal annars farið yfir næringu á fjöllum, viðtöl við skemmtilega skálaverði, allt um fjallaskíði og síðan en ekki síst viðtal við John Snorra um ferð hans á K2. 

Í einum af þáttunum er rætt við Hjalta Björnsson leiðsögumann um fjallavit, öryggi á fjöllum og umhverfið sem gott er að hlusta á áður en haldið er út í óbyggðirnar. 

mbl.is