Um 70 skálaverðir komnir til starfa

Allir skálar Ferðafélags Íslands eru nú opnir. Hér má sjá …
Allir skálar Ferðafélags Íslands eru nú opnir. Hér má sjá skálana á Laugafelli. mbl.is/Sigurður Bogi

Starf skálavarða er fjölbreytt og lifandi. Þeir taka á móti gestum og leiðbeina með umferð á svæðum og fara yfir reglur í skála, innheimta, þrífa og veita margvíslega aðstoð við ferðamenn. „Það er gaman að fá ferðamenn í heimsókn í skálana. Við tökum vel á móti þeim og viljum hjálpast að með að ganga vel um bæði skála og náttúruna. Langflestir ferðamenn eru til fyrirmyndar varðandi góða umgengni og sýna hver öðrum tillitssemi og náttúrunni virðingu,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir, skálavörður FÍ í Botnum á Emstrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert