Fjallgöngukonur pissa standandi

Það getur orðið flókið mál að komast á almennilegt salerni …
Það getur orðið flókið mál að komast á almennilegt salerni þegar ferðast er um fjöll og firnindi. Ljósmynd/Colourbox

Það sem vakti mesta athygli og var ástæða umræðu fjallakvenna var það sem Kolbrún og hennar vinkonur nefna Frussuna. Um er að ræða afskaplega sniðuga græju sem er framlenging af þvagrás kvenna sem gerir þeim kleift að pissa standandi. Þetta getur verið mikið þarfaþing þar sem salernisaðstæður eru af skornum skammti.

Í viðtalinu segir Kolbrún þetta vera mikið frelsi auk þess sem þetta einfaldar lífið á fjöllum töluvert. „Ég mæli með því að vinkonur taki sig saman og panti eina pöntun til að spara sendingarkostnað og fari svo í kjölfarið og pissi saman,“ segir Kolbrún sem segist sjaldan hafa hlegið jafn hátt og innilega á fjöllum og ekki síst í ofangreindum aðstæðum.

Frussan í allri sinni dýrð.
Frussan í allri sinni dýrð. Ljósmynd/Freshette

Frussuna er hægt að panta hér

mbl.is