Hver segir að flugvellir séu leiðinlegir?

Farþegar komast fljótt og örugglega á milli staða á flugvellinum.
Farþegar komast fljótt og örugglega á milli staða á flugvellinum. Skjaskot/Youtube

Stjórnendum flugvallarins er umhugað um að koma farþegum fljótt og örugglega á milli staða á skemmtilegan máta, nefnilega með rennibrautum. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar einn flugfarþegi, Yusuf El Askary, tekur sig til og tekur upp myndband af ferðalaginu, til að deila með okkur hinum.

Það eina sem þarf að gera til að komast að í rennibrautinni er að skanna brottfaraspjaldið og þér eru allir vegir færir. Hver segir svo að flugvellir séu leiðinlegir?

mbl.is