Við sáum þetta sem spennandi tækifæri“

Sigrún Júlía nýtur náttúrufegurðar á Hornströndum.
Sigrún Júlía nýtur náttúrufegurðar á Hornströndum. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Skálinn er rekinn af Ferðafélagi Íslands og starfið fellst í að þjónusta fólk sem gistir hér inni og eða notar tjaldaðstöðuna, gefa upplýsingar um gönguleiðir, staðhætti og umgengni við villtan refinn sem hér lifir í friðlýstu umhverfi. Elda mat og sjá um morgun- og kvöldmat fyrir stærri hópa.“ Í skálanum er pláss fyrir fjörtíu manns í gistingu en skálinn er oftast ekki eins vel nýttur og aðrir skálar félagsins en líklega er það vegna þess hversu afskekkt svæðið er og skálinn úr alfaraleið. „Það er ekki takmark í sjálfu sér að fjölga ferðamönnum þar sem þetta er friðlýst svæði og ætlast til þess að þeir sem hingað koma séu sjálfbærir og beri virðingu fyrir villtri og einstakri náttúrunni. Takmarkaður fjöldi er til dæmis í gönguferðirnar héðan vegna viðkvæmrar náttúrunnar. Hér eru margar fallegar gönguleiðir og tignarleg villt náttúra sem gerir staðinn áhugaverðan svo ekki sé talað um kyrrðina og yfirgnæfandi þögnina.“ segir Sigrún Júlía og bætir við að það sé áhugavert að í skálann sæki mest megnis íslendingar en erlendir ferðamenn eru í miklum meirihluta í öðrum skálum Ferðafélagsins sem séu fullbókaðir allt sumarið. 

Sem fyrr segir er Sigrún Júlía listakona og markþjálfi og hefur yfir 6 ára reynslu af kennslu og þá aðallega tengt listinni. Fyrir nokkrum árum gaf hún út bókina Drekaflugan sem er hugleiðslulitabók. „Hún inniheldur teikningar eftir mig, við hverja mynd eru jákvæð, uppbyggjandi gullvisku korn og tvær spurningar sem fylgja hverri mynd. Hugmyndin er sú að þú svarir þessum spurningum og hugleiðir þær á meðan þú litar myndina. Bókina hef ég verið að selja sjálf á Facebook síðu bókarinnar. Bókin er að mörgu leiti afrakstur minnar sjálfsskoðunar og því sem virkaði fyrir mig í þeirri vinnu að skoða sjálfa mig en ég byrjaði markvisst á þeirri vinnu árið 2012 og lít svo á að það sé áhugavert, spennandi og jafnvel oft ævintýralegt verkefni sem varir út allt lífið að skoða og kynnast sjálfum sér. Eftir allt þá erum við sjálf mikilvægasta manneskjan í okkar lífi og margt áhugavert að finna þegar djúpt er kafað.“

Gullfallegar myndir í bókinni Drekaflugan eftir Sigrúnu Júlíu.
Gullfallegar myndir í bókinni Drekaflugan eftir Sigrúnu Júlíu. Ljósmynd/Úr einkasafni

Sigrúnu Júlíu langar að taka verkefnið, Drekafluguna, lengra og gefa út dagbók þar sem hún notar myndirnar úr bókinni eftir að hún hefur litað þær. „Þá er ein mynd fyrir hvern mánuð, svo væri viskukornum stráð í hverja viku yfir árið. Ég er langt komin með að lita myndirnar og gera hugmyndina tilbúna, það sem mig vantar er fjármagn, styrkur þar sem það er töluvert dýrara að gefa út, prenta dagbók heldur en litabókina. Hugmyndin mín er sú að láta einnig gott af útgáfu hennar leiða með því að gefa ákveðna prósentu af sölunni til Stígamóta sem persónulegt þakklæti.“

Framundan er aðeins meira sumarfrí hjá Sigrúnu Júlíu ásamt því að finna nýtt og spennandi starf og halda áfram í námi sem hún er hálfnuð með og klárar næsta vor. „Svo er námskeið í september á vegum Stígamóta þar sem ég hlýt þjálfun til að verða leiðbeinandi hjá þeim. Ég hef aðeins unnið með bókina mína hjá þeim og haldið fyrirlestra og kannski, vonandi verður áframhald á þegar ég verð orðin leiðbeinandi hjá þeim. Mig langar einnig til að halda námskeið byggð á bókinni minni og aðstoða aðra sem áhuga hafa á að skoða sjálfa sig og uppgötva meira um sjálfa sig og hvers við erum raunverulega megnug með því að deila því sem ég gerði, hvernig og hvert það hefur tekið mig.“






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert