Fátt betra en að fá sér kaffi í ósnertri náttúru.
Fátt betra en að fá sér kaffi í ósnertri náttúru. Ljósmynd/Colourbox

Eldheitt espresso hvar sem er

Á ferðalögum fjarri byggðu bóli getur oftar en ekki verið erfitt að nálgast gott kaffi. Flestir kaffiunnendur sem leggja af stað í styttri ferðir taka kaffi með á brúsa en hvað gera bændur þegar kaffið klárast?

Jú, það er hægt að hita vatn á prímus og blanda í það skyndikaffi en þeir sem finnst það argasta ógeð eru aldeilis ekki hrifnir af því. Wacaco minipresso kemur þá sterkt inn til bjargar en þarna erum við að tala um ferðakaffivél sem tekur við svokölluðum nespresso-hylkjum.

 

Það fer ósköp lítið fyrir græjunni í farangrinum sem er grundvallaratriði þegar ferðast er til að mynda á fjöllum. Það eina sem þú þarft að gera er að hita vatn og skella umhverfisvænu hylki í vélina, smella á takka og þá er tilbúinn ljúfur kaffibolli á örskotsstundu. 

Kaffivélina má til dæmis finna hér og svo á Íslandi fæst ein svipuð hér.