Það er til mikils að vinna í ljósmyndasamkeppni ferðavefjar mbl.is.
Það er til mikils að vinna í ljósmyndasamkeppni ferðavefjar mbl.is. Ljósmynd/RAX

Lumar þú á fallegri ljósmynd?

Ferðavefur mbl.is stendur fyrir líflegri ljósmyndasamkeppni á Instagram þar sem þemað er Ísland, staðir, fólk og stundir.

Það eina sem þú þarft að gera er að er að taka fallega mynd eða birta eina góða sem þú lumar á, birta á Instagram-síðunni þinni og myllumerkja #ferðavefurmbl.

Höfundur bestu myndarinnar hlýtur glæsilega tveggja nátta gistingu í Superior-herbergi ...
Höfundur bestu myndarinnar hlýtur glæsilega tveggja nátta gistingu í Superior-herbergi á Fosshóteli Vatnajökli. Ljósmynd/Fosshótel

Dómnefndin, sem samanstendur af þeim Ragnari Axelssyni ljósmyndara, Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur og Friðriku Hjördísi Geirsdóttur, fer svo yfir myndirnar og velur vikulega þær fimm bestu sem komast í úrslit en þær verða birtar á ferðavef mbl.is. Þann 15. ágúst verður besta sem og vinsælasta myndin valin og fá eigendur þeirra glæsilega vinninga frá Fosshótelum.

Höfundur vinsælustu myndarinnar á Instagram hlýtur tveggja nátta gistingu á ...
Höfundur vinsælustu myndarinnar á Instagram hlýtur tveggja nátta gistingu á Fosshóteli Reykholti. Ljósmynd/Fosshótel

Höfundur bestu myndarinnar hlýtur glæsilega tveggja nátta gistingu í Superior-herbergi á Fosshóteli Vatnajökli. Höfundur vinsælustu myndarinnar á Instagram hlýtur tveggja nátta gistingu á Fosshóteli Reykholti.