Gist heima hjá Iron Man

Atriði úr myndinni End game þar sem Ironman kveður vini …
Atriði úr myndinni End game þar sem Ironman kveður vini sína. Skjaskot/Avengers

Kofinn sem Iron Man og fjölskyldan hans bjó í í myndinni er núna til leigu á Airbnb. Afsakið þið sem ekki eruð búin að sjá myndina en kofinn er í lykilhlutverki í myndinni þar sem kauði tilkynnir félögum sínum að nú sé tími til kominn að sinna öðrum hugðarefnum. Kofinn er í 20 mínútna fjarlægð frá Hartsfield-Jackson Atlanta alþjóðlega flugvellinum þannig að það er stutt að fara ef aðdáendur eiga leið hjá.

Kofinn ku vera ansi heillandi.
Kofinn ku vera ansi heillandi. Ljósmynd/Airbnb

Það væri til dæmis frábær hugmynd að fá félagana til að mæta í búning og endurupplifa þannig aðtriðið úr myndinni. Nú eða bara slaka á með fjölskyldunni í þessu fallega umhverfi. Kofinn er staðsettur við vatn sem hægt er að veiða fisk í og svo er hægt að horfa á hestasýningu og upplifa sig sem alvöru kúreka á svæðinu. Eftir að kofinn var notaður í bíómyndinni hefur leigan hækkað töluvert en núna kostar nóttin um 55. þúsund krónur.

mbl.is