Það getur verið skemmtileg tilbreyting að skoða borgir á hjóli.
Það getur verið skemmtileg tilbreyting að skoða borgir á hjóli. Ljósmynd/Colourbox

Hjólavænustu heimsborgirnar

Ein skemmtilegasta leiðin til að skoða nýja borg er annaðhvort á hlaupum eða hjólandi.

Fjölmargar borgir bjóða nú upp á gott aðgengi að leiguhjólum sem er framúrskarandi gott framtak. Misjafnt er þó á milli borga hversu þægilegt er að komast á milli staða á hjólunum. The Copenhagenize Index hefur tekið saman lista yfir þær borgir í heiminum sem bæði skemmtilegast er að hjóla í og jafnframt þægilegast. 

1. Kaupmannahöfn, Danmörku
2. Amsterdam, Hollandi
3. Utrecth, Hollandi
4. Antwerp, Belgíu
5. Strasbourg, Frakklandi
6. Bordeaux, Frakklandi
7. Ósló, Noregi
8. París, Frakklandi
9. Vín, Austurríki
10. Helsinki, Finnlandi