Einn flugmiði til Aþenu: Ásdís Guðný

Ásdís með Frosta litla á ströndinni. Að ferðast með lítil …
Ásdís með Frosta litla á ströndinni. Að ferðast með lítil börn kallar á vissa fyrirhöfn en er líka afskaplega gaman. Úr einkasafni

Ásdísi Guðnýju Pétursdóttur er margt til lista lagt og hefur rakað til sín fylgjendum á samfélagsmiðlum. Gaman er að fylgjast með hversdagslífi þessarar ungu og orkumiklu konu sem þar að auki lumar á alls kyns góðum ráðum um hvernig takast má betur á við tilveruna.

Þú færð einn flugmiða, hvert sem er í heiminum. Hvert er ferðinni heitið?

Grikkland hefur lengi verið á óskalistanum mínum. Ég myndi vilja skoða borgina Aþenu, sjá Akrópólis og labba um Monastiraki-hverfið. Síðan myndi ég líka vilja skoða Monemvasia, Mystras og Epidaurus, og ómissandi að borða allan þann sem verður á vegi mínum!

Hvar langar þig að gista?

Ef ég ætti nóg af peningum þá myndi ég fara á lúxushótel með öllum þægindum en ég hugsa að sniðugast væri fyrir fjölskylduna mína að leigja Airbnb eða skiptast á húsum. Verðið ræður oftast valinu, þar sem við myndum hvort eð er ekki vera mikið inn á hótelinu.

Pockit kerruna má brjóta svo vel saman að hún rúmast …
Pockit kerruna má brjóta svo vel saman að hún rúmast undir sæti í flugvél. Úr einkasafni

Hver er besta ferðaminningin þín?

Það er klárlega síðasta Spánarferð. Fór með fjölskyldu maka míns og við tókum tveggja ára strákinn okkar með. Þetta var hans fyrsta ferð til útlanda og það var æðislegt að upplifa Spán í gegnum strákinn okkar. Við fórum til Almeríu og vorum á hverjum degi að skoða og prufa nýja hluti. Við leigðum okkur bíl og keyrðum mikið um svæðið. Við gistum í bæ sem heitir Roquetes de mar og þar var hægt að leigja hjól sem við gerðum oftar en einu sinni og mælum 100% með að gera.

Skothelt ráð fyrir ferðalagið?

Þar sem við vorum að fara með strákinn okkar í fyrsta sinn var ég búin að skoða öll ráð sem internetið bauð upp á til þess að auðvelda okkur ferðarlagið sem mest. Ég keypti kerru sem heitir Pockit og hægt að smella henni saman svo hún verður það lítil að má taka hana með sem handfarangur og geyma hana undir sætinu í flugvélinni.

Síðan mæli ég með að fjárfesta í sólarvörn á Íslandi frekar en á Spáni til að spara peninginn því sólarvörnin er talsvert dýrari þar heldur en hér heima. Það er eitt sem okkur fannst vanta úti, og það voru bílstólar fyrir yngri börnin til að vera í þegar það þarf að taka rútu eða leigubíl. Var aðeins í boði að fá pullu undir hann og okkur fannst það alls ekki öruggt. Reglurnar úti eru ekki þær sömu hvað varðar bílstóla fyrir börnin en allar bílaleigur bjóða hinsvegar upp á stóla hæfa stærð barnsins.

Heimlistæki

Hvaða fimm hlutum má alls ekki gleyma að pakka?

  • Blautþurrkum, fyrir þig og barnið. Fullkomið til að þrífa sig inn á milli í löndum sem hitinn og rakinn er verulega mikill.
  • Vatnsflösku sem heldur vatninu köldu.
  • Glærum bakpoka – auðveldar leit að nauðsynjum.
  • Hátalara
  • UNO! Á hverju kvöldi sátum við Viktor út á svölum og spiluðum UNO og það var svo ótrúlega gaman og skemmtileg afþreying.
Heimkaup
Hydroflask.com
Amazon.com
Amazon.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert