Myndirðu gista í gluggalausu herbergi?

Gluggalausu herbergin eru notaleg að sjá þó eflaust gæti sumum …
Gluggalausu herbergin eru notaleg að sjá þó eflaust gæti sumum þótt einangrunartilfinningin helst til mikil.

Ævintýragjarnir ferðalangar eiga það stundum til að spara pening með því að verja nóttinni í „capsule“-hóteli í Tokyo, eða í hreiðra um sig lítilli kompu hjá ódýru hóteli djúpt inni í skýjakljúfi í Hong Kong: þar eru engir gluggar, enginn lúxus, og plássið oft af svo skornum skammti að varla er hægt að snúa sér í hring á gólfinu.

En nú eru lúxushótelin líka farin að bjóða upp á gluggalaus herbergi. Að vísu skortir ekki plássið í þessum herbergjum, og flinkir hönnuðir hafa innréttað þau mjög smekklega, en glugga er hvergi að finna. Þrátt fyrir að þessum herbergjum fylgi ekkert útsýni eru þau ekki beinlínis ódýr, en samt hagkvæmari kostur en herbergi á sama hóteli sem leyfa gestum að horfa yfir mannlífið úti á götu.

Wall Street Journal fjallaði nýlega um þessa áhugaverðu þróun og nefnir sem dæmi The Standard Hotel steinsnar frá King‘s Cross í London. Er hótelið í húsi þar sem ríkisstofnun var áður með skrifstofur sínar, og búið að innrétta 266 falleg herbergi sem m.a. skarta Bang & Olufsen hljómtækjum og hönnunarmublum. Þar af hafa 28 herbergi engan glugga, heldur vísa inn á við í byggingunni.

Kemur þetta til af því að ekki var hægt að nýta skrifstofuhúsið vel með öðrum hætti. Fermetrarnir eru ekki ódýrir í miðborg Lundúna og eins gott að nota sem flesta þeirra undir gesti. Forstjóri Standard-hótelkeðjunnar játar að mörgum þyki óhugsandi að vera í gluggalausu herbergi en öðrum þyki það kostur að geta verið alveg einangraðir frá hávaða borgarinnar og dagsbirtunni, og fá að sofa værum svefni á þeim tímum dags sem þeim hentar best. 

Skrifstofubyggingin sem núna hýsir hótelið hefur mjög afgerandi útlit.
Skrifstofubyggingin sem núna hýsir hótelið hefur mjög afgerandi útlit.

Finna má fleiri nýleg dæmi um hótel sem hafa farið þessa sömu leið. Þannig eru herbergin í Moxy Nashville Downtown-hótelinu, sem er í gömlu vöruhúsi, ekki með glugga sem vísa út að borginni, heldur hafa herbergin í staðinn ljósmyndir af borgarlandslaginu, rammaðar inn í gervi-gluggakarm. Í bænum Florence í Alabama eru tvö hótel – Gunrunner og Florence – sem bjóða upp á gluggalaus herbergi og þykja vinsæll kostur fyrir þá sem vilja njóta næturlífsins og síðan fá að sofa út eins lengi og þarf.

Hönnunin skapar vissan léttleika og aðskilin rými svo að gluggalausu …
Hönnunin skapar vissan léttleika og aðskilin rými svo að gluggalausu herbergin minna ekki á helli.
Lögun herbergjanna mótast af sérstökum arkitektúr byggingarinnar. Brútalisminn hefur sinn …
Lögun herbergjanna mótast af sérstökum arkitektúr byggingarinnar. Brútalisminn hefur sinn sjarma en kallar í þessu tilviki t.d. á sérsmíðaðan sófa.
Hótelbarinn kemur vel út og ætti að freista fólks í …
Hótelbarinn kemur vel út og ætti að freista fólks í hátíðarskapi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert