105 kr. dýrara til Egilsstaða en New York

New York heillar.
New York heillar. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er gaman að láta sig dreyma um að skjótast í borgarferð. Ef tímaramminn er ekki jafn takmarkaður og bankareikningurinn má auðveldlega gera góð kaup á flugi í gegnum Dophop Go. Þegar blaðamaður leitaði að ódýrasta fluginu í lok ágúst í gegnum leitarvefinn kom í ljós að ódýrara var að fara til New York en Egilsstaða. 

Blaðamaður vildi leggja af stað í borgarferð með beinu flugi í lok ágúst. Auðveldlega var hægt að fá ódýrar ferðir til London en blaðamaður var til í eitthvað aðeins lengra. Það sem heillaði einna mest var ferð til New York þann 29. ágúst með United Airlines og heim aftur þann 4. september. Verðið sem kom upp var 47.489 krónur. Ekki svo slæmt fyrir Ameríkuflug með stuttum fyrirvara. 

Það voru þó ekki bara utanlandsferðir sem stóðu blaðamanninum til boða. Í sömu leit kom upp flug til Egilsstaða. Það flug kostaði nánast það sama eða 47.594 krónur. Ef leitað var að nákvæmlega sömu dagsetningu og New York flugið kom einnig upp talan 47.594 krónur. Blaðamaður velur því New York fram yfir Egilsstaði.

Við nánari athugun kom reyndar í ljós að hægt var að fá aðeins ódýrara flug með heppni á milli Reykjavíkur og Egilsstaða ef leitað var á vef Air Iceland Connect en það kom ekki upp við fyrstu sýn á vef Dohop. 

Flug til frá Keflavík til New York.
Flug til frá Keflavík til New York. skjáskot/Dohop
Þetta flug kom upp í sömu leit.
Þetta flug kom upp í sömu leit. skjáksot/Dophop
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert