Viltu skoða Downton Abbey í alvöru?

Það hefur líklega ekki farið fram hjá bíóáhugafólki að Downton Abbey-mynd er væntanleg í bíó í september. Hægt er að heimsækja hefðarsetrið sem gegnir hlutverki kastala Crawley-fjölskyldunnar í þáttunum og nú bíómyndinni þegar flogið er til Lundúna. 

Downton Abbey-hefðarsetrið er miðja þáttanna en hefðarsetrið heitir í rauninni Highcl­ere-kastali. Kastalinn var notaður þegar þurfti að mynda Downton Abbey að utan auk þess sem mikið af innitökunum fór fram í kastalanum.  

Kast­al­inn er á 2.000 hekt­ara lóð og hef­ur verið heim­ili jarls­ins af Carn­ar­von síðan 1679. Það er búið í kast­al­an­um yfir vetr­ar­tím­ann en á sumr­in er opið fyr­ir ferðamenn og fjölgaði þeim mikið í kjölfar góðs gengis þáttanna. Það er ekki ólíklegt að þeim muni fjölga aftur í kjölfar bíómyndarinnar. Kastalinn opnar dyr sínar á sumrin og lokar aftur í byrjun september. 

Kastalinn er aðeins fyrir utan bæ sem heitir Newbury en kastalinn var valinn áður en staðsetning bæjarins í þáttunum var valin. Eins og oft er í kvikmyndagerð eru vegalengdir og staðsetningar ekki alltaf eins og lítur út fyrir í þáttunum.

Til þess að komast að kastalanum frá Lundúnum er hægt að fara í 45 mínútna langa lestarferð frá Paddington-lestarstöðinni í London að Newbury Station. Þaðan er best að taka stutta leigubílaferð að kastalanum.


 

mbl.is