Er enn að dásama Íslandsferðina

Grínleikkonan Rebel Wilson elskar Ísland.
Grínleikkonan Rebel Wilson elskar Ísland. mbl.is/AFP

Grínleikkonan Rebel Wilson getur ekki hætt að lofsyngja ferð sína til Íslands í fyrra. Í viðtali við leikkonuna sem birtist nýlega á vef Travel and Leisure gefur hún í skyn að ekkert jafnist á við Ísland og Bláalónshótelið. 

Pitch Perfect-stjarnan ferðast mikið og var spurð út í hin ýmsu ferðaráð í greininni. Þegar hún var spurð hvort einhver ferð væri á óskalistanum gat hún ekki svarað öðruvísi en að lýsa Íslandsferðinni sem hún fór í í fyrra. 

„Ég fór til Íslands á síðasta ári og átti þar ótrúlegan tíma. Það er nýtt fimm stjörnu lúxushótel í Bláa lóninu (það er eina fimm stjörnu hótelið á Íslandi). Það er geðveikt,“ sagði stjarnan. 

Þegar hún var búin að lýsa Íslandsferðinni fór hún loks að lýsa ferð sem hana mögulega langaði til þess að fara.

„Ég er svo heppin að ég hef farið á marga staði. Ég hef í rauninni farið út um allan heim. En ég hef aldrei farið til Bahamaeyja. Svo kannski eins og einkaeyja þar?“

Wilson fór fögrum orðum um Ísland og hótelið í Bláa lóninu á samfélagsmiðlum síðasta sumar. Hún tók það sérstaklega fram að færslan hennar væri ekki kostuð. 

View this post on Instagram

Too cool for ...this glacier!

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson) on Aug 4, 2018 at 1:20pm PDT

mbl.is