Sólrún lenti í veggjalús í New York

Sólrún Diego lenti illa í því í New York.
Sólrún Diego lenti illa í því í New York.

Þrifadrottingin Sólrún Diego lenti í óskemmtilegri reynslu í brúðkaupsferð sinni á dögunum. Hin nýgiftu hjón, Sólrún og Frans, gistu á hóteli í New York á leið heim frá Mexíkó. Þegar heim var komið uppgötvaði Sólrún að hún var með 16 bit á líkamanum.

Eftir eftirgrennslan komst hún að því að þetta væri líklegast eftir veggjalús eða bed bugs sem leynst höfðu á hótelinu í New York. Sólrún fékk að sjálfsögðu góð ráð frá fylgjendum sínum og fleirum. Hún stóð í þvottum langt fram eftir nóttu enda kann hún svo sannarlega til verka þegar þrif eru annars vegar. 

Veggjalús er hvimleiður fylgikvilli hótela og gistiheimila en á vef Vísindavefsins segir að slíkri starfsemi sé einkar hætt við sýkingum. „Veggjalús er hvimleiður bólfélagi en hún athafnar sig einkum að nóttu til þegar fórnarlömb liggja fyrir og ugga ekki að sér. Menn verða ekki varir við stungurnar því deyfing er innifalin. Að morgni gerir kláði vart við sig og stundum má greina blóðpunkta á rúmfötum eftir veisluhöld næturinnar. Það getur verið flókið að ráða niðurlögum veggjalúsa,“ stendur á vef Vísindavefsins.

View this post on Instagram

Á meðan þær bitu mig 🐜...

A post shared by Sólrún Diego (@solrundiego) on Sep 6, 2019 at 2:19am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert