Stóð í sex tíma í flugi svo konan gæti sofið

Hér má sjá manninn sem á að hafa staðið í …
Hér má sjá manninn sem á að hafa staðið í flugi í heila sex tíma. skjáskot/Twitter

Maður sem stóð í sex klukkutíma í flugi svo konan hans gæti sofið hefur vakið mikla athygli. Mynd af manninum birtist á twitterreikningi Courtney Lee Johnson, sem kallaði þessa gjörð mannsins sanna ást. 

Ekki eru allir sammála um hversu heilbrigt sambandið er. „Ef þetta er ást er ég frekar til í að vera einmana,“ mátti meðal annars sjá undir tístinu. Fannst sumum konan vera ansi sjálfselsk. Hún gæti til dæmis vel legið með höfuðið í kjöltu hans. Ein konan sagðist aldrei hafa verið svo ástfangin að þetta væri möguleiki. 

Einhverjir héldu því þó fram að eitthvað bogið væri við tístið. Flugþjónar myndu aldrei leyfa manneskju að standa svona lengi. 

Hvort sem myndin eða tístið lýsir atburðum nákvæmlega eins og þeir gerðust í raunveruleikanum skal látið ósagt. Það hljóta að minnsta kosti flestir að vilja sitja við hliðina á svona fórnfúsum ferðafélaga. 

mbl.is