Reyndi að komast í flug sem 81 árs gamall maður

Maðurinn er 32 en ekki 81 árs eins og hann …
Maðurinn er 32 en ekki 81 árs eins og hann þóttist vera. skjáskot/Twitter

Þrjátíu og tveggja ára gamall maður var gripinn glóðvolgur á flugvelli í Nýju-Delí fyrir að reyna að komast í flug til New York sem 81 árs gamall maður. Mynd af manninum sýnir að maðurinn lagði sig allan fram við gervið. 

Lögregla í Indlandi greindi frá atvikinu á Twitter og birti mynd af manninum ásamt öðrum manni sem reyndi að fara í flug á fölskum forsendum. 

Á vef IndiaToday kemur fram að maðurinn heitir í raun og veru Jayesh Patel en ekki Amrik Singh eins og fram kom í vegabréfinu. Patel er þá 32 ára en ekki fæddur 2. febrúar 1938 eins og stóð í vegabréfinu. 

Maðurinn var í hjólastól og sagðist ekki geta staðið upp þegar hann átti að fara í gegnum öryggisleit. Hann forðaðist einnig að mynda augnsamband auk þess sem húð hans þótti góð miðað við mann á níræðisaldri. Við nánari athugun kom svo í ljós að maðurinn hafði litað hár sitt og skegg auk þess sem hann var með gleraugu með engum styrk 

mbl.is