Viltu gista í hundi?

Gistiheimilið er einstakt.
Gistiheimilið er einstakt. skjáskot/Airbnb

Fólk er oft að leita að einstakri upplifun þegar það fer í ferðalag. Fólk ætti svo sannarlega að fá einstaka upplifun þegar það gistir á gistiheimilinu Dog Bark Park Inn í Cottonwood í Idaho í Bandaríkjunum en þar er að finna gistiheimili sem er í laginu eins og risastór beagle-hundur. 

Hægt er að panta gistingu á gistiheimilinu í gegnum Airbnb. Gestgjafarnir Dennis og Frances eru greinilega mikið áhugafólk um beagle-hunda og skera út sína eigin úr viði á vinnustofu sinni við gistiheimilið. Herbergin eru einnig með hundaskreytingum. 

„Gistu í risastórum hundi! Það er rétt, þetta er gistiheimili í laginu eins og beagle-hundur þar sem það að vera í hundakofanum er gott og þægilegt í þokkabót,“ skrifa gestgjafarnir á airbnb-síðu sína.

Hundar eru í aðalhlutverki á gistiheimilinu.
Hundar eru í aðalhlutverki á gistiheimilinu. skjáskot/Airbnb
Hér má sjá hvernig svalir koma út úr Begle-hundinum.
Hér má sjá hvernig svalir koma út úr Begle-hundinum. skjáskot/Airbnb
mbl.is