Löngu hættur að kaupa segla á ísskápinn

Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa.
Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Sumir taka aðeins minningar og ljósmyndir með heim úr ferðalaginu en aðrir safna seglum á ísskápinn, ákveðnum minjagripum eða hamstra matvörur í ferðatöskuna. Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa segist vera löngu hættur að kaupa segla á ísskápinn. 

„Flest mín ferðalög eru vinnuferðir í tengslum við Sólstafi og þá get ég ekki keypt neitt því allar töskur eru stútfullar upp á gramm af búnaði hljómsveitarinnar. Við erum með vigt með okkur og það má engu skeika. Einu sinni keypti ég alltaf segul á ískápinn en ég er löngu hættur því. Með 100-200 gigg á ári þá er ísskápurinn fljótur að fyllast.  Það eina sem ég hef þó stundum leyft mér að kaupa á þessum ferðalögum er fatnaður. Ég get þá farið í hann og þá er hann ekki að þyngja töskuna. Ég hef gaman af því að kaupa eitthvað sérstakt í þeim löndum sem ég er að heimsækja. Ég hef til dæmis keypt nokkur kúrekastígvél í Ameríku, Apacco ull í Suður Ameríku og arabaklút í Dubai.  Ég nýti oft ferðalög líka til þess að endurnýja sokka og nærbuxur. Tek þá eitthvað lúið með mér út og hendi því þar og kaupi nýtt í fríhöfninni, segir Aðalbjörn Tryggvason, söngvari Sólstafa.

Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa í Poncho sem hann keypti á …
Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa í Poncho sem hann keypti á flóamarkaði í Frakklandi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert