Hvar er best að djamma?

Það er gott að djamma í Las Vegas.
Það er gott að djamma í Las Vegas. mbl.is/Colourbox.dk

Það eru ekki allir að leita eftir því sama á ferðalögum. Sumir vilja einfaldlega komast á gott djamm. Á vef CNN má finna lista yfir bestu djammborgirnar. Íslendingar þekkja næturlífið í sumum borganna vel eins og Berlín en líklega eru færri sem þekkja næturlífið vel í Beirút. 

Bangkok

Taílenska borgin þykir búa yfir einstöku næturlífi. Eitt besta svæðið til þess að djamma á er Soi Nana í Kínahverfinu. 

Bangkok.
Bangkok. mbl.is/AFP
Barcelona

Fólk borðar seint í Barcelona og því ekki skrítið að næturlífið lifir langt fram eftir nóttu. Svokallaðir „rooftop-barir“ eða skemmtistaðir uppi á háhýsum eru vinsælir í Barcelona. Mælt er með götunum Aribau og Tuset en einnig Ciutat Vella-svæðinu. 

Beirút

Það er hægt að skemmta sér allan sólahringinn í Beirút hvort sem það eru strandpartí eða vinsælir næturklúbbar og þakbarir. 

Berlín

Allir dagar eru djammdagar í Berlín. Fyrir alvörudjammara er skylda að kíkja á Berghain. 

Lady Gaga poses á Berghain í Berlín árið 2013.
Lady Gaga poses á Berghain í Berlín árið 2013. mbl.is/AFP

Höfðaborg

Djammið í Höfðaborg einskorðast ekki við næturklúbba heldur á mikið af næturlífinu sér stað undir beru lofti og í tengslum við ákveðna viðburði. Margir staðir breytast úr því að vera kaffihús á daginn í það að vera barir á kvöldin og næturklúbbar á nóttunni. 

Las Vegas

Að sjálfsögðu er borg spilavítanna á lista yfir bestu djammborgirnar. Fáar borgir búa yfir jafnmörgum fínum veitingastöðum, afþreyingu og næturklúbbum á eins litlu svæði og Las Vegas. 

Miami

Næturlífið er tekið alvarlega í Miami og margir sem velja starfsferil í næturlífssenunni í Miami. South Beach er enn talið vera besta svæðið til þess að djamma í Miami. 

New York

Borgin sem aldrei sefur býr að sjálfsögðu yfir góðu næturlífi og er eitthvað fyrir alla. Fólk í New York er sagt vita að bestu partíin eru ekki endilega um helgar. Sérstaklega er mælt með að kíkja á næturlífið í Bushwick, Greenpoint og Williamsburg. 

Rio de Janeiro

Borg kjötkveðjuhátíðarinnar er auðvitað á lista yfir bestu djammborgirnar. Djammið byrjar snemma og endar snemma svo fólk komist á ströndina daginn eftir. Um helgar má oft heyra lifandi tónlist á skemmtistöðum og fólk dansar við úti á götu. 

Seúl

Fólk í Suður-Kóreu er þekkt fyrir að vinna lengi og leggja einstaklega mikið á sig í námi. Því fylgir líka mikil skemmtun og er fólk sagt skemmta sér vel og lengi í Seúl. 

Tel Aviv

Tel Aviv er stundum kölluð borgin sem stoppar aldrei og það á við um næturlífið í henni. Það er ekki óalgengt að næturklúbbar séu opnaðir um eða eftir miðnætti og ekki lokað fyrr en klukkan sex um morguninn.

Gangnam Style-stjarnan Psy á tónleikum í Seoul April árið 2013.
Gangnam Style-stjarnan Psy á tónleikum í Seoul April árið 2013. mbl.is/AFP
mbl.is